Innlent

Dögun mótmælir kvótafrumvarpinu harðlega

Félagsfundur Dögunar, samtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði, mótmælir harðlega frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og krefst þess að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan kerfisins.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að frumvarpið tryggi núverandi handhöfum aflaheimilda forgangsrétt að auðlindinni í 40 ár. Dögun vill einnig að allur fiskur verði seldur á fiskmarkaði, en ekki sé minnst á það í frumvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×