Keyptu yfir tíu þúsund miða í Herjólf - lögmætið óljóst 27. mars 2012 16:57 Þjóðhátíðarnefndin í Vestmannaeyjum keypti rúmlega tíu þúsund miða í Herjólf yfir Verslunarmannahelgina. Þannig er nær uppselt í ferðir til Vestmannaeyja fimmtudag og föstudag fyrir helgina. Og svo á mánudegi og þriðjudegi eftir helgi. Þjóðhátíðarnefndin selur svo miðana áfram, á sama verið og þeir voru keyptir, eða á 1150 krónur. Aftur á móti er ekki hægt að kaupa miða í Herjólf af Þjóðhátíðarnefndinni, nema viðskiptavinurinn kaupi einnig miða á Þjóðhátíð. Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs segist ekki þekkja það, hvort það sé löglegt eða ólöglegt að selja slíkt magn til þriðja aðila, þegar hann er spurður út í málið, en Herjólfur er helsti ferðakosturinn til Vestmannaeyja, og svo er það auðvitað flugið. Spurður hvort það sé löglegt að neyða viðskiptavini til þess að kaupa einnig miða á þjóðhátíð með ferjufarinu svarar Gunnlaugur: „Ég þekki það ekki, það er fyrst og fremst á milli Vegagerðarinnar og Þjóðhátíðarnefndar, en við förum auðvitað að lögum." Gunnlaugur segist játa að það séu ekki allir sáttir við ákvörðun Herjólfs um að selja svo mikið magn af miðum til Þjóðhátíðarnefndar. Vísir hefur meðal annars fengið fjölmargar ábendingar þar sem fólk kvartar yfir þessu fyrirkomulagi. Þá helst vegna þess að þeir séu með þessu neyddir til þess að kaupa aðgang að þjóðhátíðinni. Það er Vegagerðin sem býður út siglingar á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar, eða Þorlákshafnar þegar þannig viðrar. Gunnlaugur segir að einu kvaðirnar sem Vegagerðin setji á rekstrarfélag Herjólfs sé að allir sitji við sama borð. Aðspurður hvort það sé ekki einmitt verið að mismuna neytendum með þessum hætti, svarar Gunnlaugur því til að Herjólfur sé meira eða minna alltaf uppbókaður um helgar, „það er sá veruleiki sem eyjamenn þurfa að lifa við," bætir hann við. Spurður hvort það sé eðlilegt að þriðji aðili selji aðgang að þjóðveginum áréttar Gunnlaugur að Herjólfur sé einmitt ekki þjóðvegur, en umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu árið 2009. Gunnlaugur bendir á að Vegagerðin setji engar hömlur á fjölda miða sem eru seldir til fyrirtækja, og bendir á að ferðaþjónustufyrirtæki kaupi oft mikið magn miða og áframselji þá til viðskiptavina sinna. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Þjóðhátíðarnefndin í Vestmannaeyjum keypti rúmlega tíu þúsund miða í Herjólf yfir Verslunarmannahelgina. Þannig er nær uppselt í ferðir til Vestmannaeyja fimmtudag og föstudag fyrir helgina. Og svo á mánudegi og þriðjudegi eftir helgi. Þjóðhátíðarnefndin selur svo miðana áfram, á sama verið og þeir voru keyptir, eða á 1150 krónur. Aftur á móti er ekki hægt að kaupa miða í Herjólf af Þjóðhátíðarnefndinni, nema viðskiptavinurinn kaupi einnig miða á Þjóðhátíð. Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs segist ekki þekkja það, hvort það sé löglegt eða ólöglegt að selja slíkt magn til þriðja aðila, þegar hann er spurður út í málið, en Herjólfur er helsti ferðakosturinn til Vestmannaeyja, og svo er það auðvitað flugið. Spurður hvort það sé löglegt að neyða viðskiptavini til þess að kaupa einnig miða á þjóðhátíð með ferjufarinu svarar Gunnlaugur: „Ég þekki það ekki, það er fyrst og fremst á milli Vegagerðarinnar og Þjóðhátíðarnefndar, en við förum auðvitað að lögum." Gunnlaugur segist játa að það séu ekki allir sáttir við ákvörðun Herjólfs um að selja svo mikið magn af miðum til Þjóðhátíðarnefndar. Vísir hefur meðal annars fengið fjölmargar ábendingar þar sem fólk kvartar yfir þessu fyrirkomulagi. Þá helst vegna þess að þeir séu með þessu neyddir til þess að kaupa aðgang að þjóðhátíðinni. Það er Vegagerðin sem býður út siglingar á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar, eða Þorlákshafnar þegar þannig viðrar. Gunnlaugur segir að einu kvaðirnar sem Vegagerðin setji á rekstrarfélag Herjólfs sé að allir sitji við sama borð. Aðspurður hvort það sé ekki einmitt verið að mismuna neytendum með þessum hætti, svarar Gunnlaugur því til að Herjólfur sé meira eða minna alltaf uppbókaður um helgar, „það er sá veruleiki sem eyjamenn þurfa að lifa við," bætir hann við. Spurður hvort það sé eðlilegt að þriðji aðili selji aðgang að þjóðveginum áréttar Gunnlaugur að Herjólfur sé einmitt ekki þjóðvegur, en umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu árið 2009. Gunnlaugur bendir á að Vegagerðin setji engar hömlur á fjölda miða sem eru seldir til fyrirtækja, og bendir á að ferðaþjónustufyrirtæki kaupi oft mikið magn miða og áframselji þá til viðskiptavina sinna.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira