Innlent

Ræningja leitað á Akureyri

Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd tengist frétt ekki beint. mynd úr safni
Rán var framið í húsnæði Happadrætti háskólans við Geislagötu á Akureyri nú fyrir stundu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór einstaklingur inn í útibúið og komst á brott með eitthvað af peningum. Lögreglan vill ekki gefa upp hvort að maðurinn hafi verið vopnaður. Unnið er að rannsókn málsins og er mannsins nú leitað. Frekari upplýsingar þegar þær berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×