Innlent

Vonskuveður á loðnumiðunum

Vonsku veður var í nótt við Suðurströndina og mikil ölduhæð þannig að loðnuskipin gátu ekki athafnað sig út af Ölfusárósum, þar sem gangan er núna.

Öll loðna sem nú veiðist, er fryst til manneldis, ef hún er á annað borð hæf til þess, sem kemur þægilega á óvart, því ekki voru horfur á spurn eftir þeirri afurð í miklum mæli við upphaf vertíðar. Hinsvegar hefur Japansmarkaður kallað eftir frystri loðnu síðustu vikurnar, líklega vegna lítils framboðs frá Noregi.

Hrognataka úr loðnu hefst líklega um eða eftir helgi, eða um það bil tíu dögum síðar en í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×