Enski boltinn

Mackay mætir átrúnaðargoði sínu á Wembley

Benedikt Grétarsson skrifar
Malky Mackay.
Malky Mackay.
Knattspyrnustjóri Cardiff, Malky Mackay, viðurkennir að taugarnar séu örlítið spenntar fyrir viðureign liðsins gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins á sunnudaginn.

Goðsögnin Kenny Daglish, knattspyrnustjóri Liverpool, á stóran þátt í taugaspenningi Mackay en Skotinn ungi dýrkaði Dalglish á sínum yngri árum 

„Ég fylgdist með Kenny sem strákur og rétt eins og allir ungir knattspyrnuáhugamenn í Skotlandi, gjörsamlega dýrkaði hann. Það sem hann hefur afrekað með Liverpool, bæði sem leikmaður og framkvæmdarstjóri er vitnisburður um hversu magnaður karakter hann er.

"Liverpool hefur haft mjög sterkar tengingar til Skotlands og ég held að Kenny Daglish sé ein helsta ástæða þess,“ segir Mackay.

Leikurinn hefst 16:00 á sunnudaginn en góðar líkur eru á því að Íslendingar eigi fulltrúa í leiknum þar sem Akureyringurinn sterki, Aron Einar Gunnarsson, mun að öllum líkindum vera í byrjunarliði Cardiff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×