Innlent

Bíll gjöreyðilagðist í eldi

Fólksbíll gjöreyðilagðist í eldi í Hafnarfirði í nótt og nálægur bíll skemmdist talsvert, þegar eldtungurnar náðu til hans.

Tilkynnt var um eld í bíl við Kvíholt um klukkan hálf fimm í morgun og var bíllinn alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Slökkviliðsmönnum tókst að verja hinn bílinn, sem sviðnaði nokkuð. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×