Innlent

Karlmaður stunginn og svo færður í fangageymslu

Karlmaður var stunginn í nótt í Hafnarfirði og handtók lögreglan fjóra menn vegna málsins. Hnífaárásin reyndist ekki lífshættuelg. Fíkniefni fundust á einum manninum og voru þeir svo allir færðir í fangageymslur. Þá var fórnarlambið einnig handtekið eftir að búið var að gera að sárum hans á slysadeild.

Svo óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglunnar eftir að farþegi réðist á hann og reyndi að komast hjá því að greiða fyrir leigubílinn. Maðurinn virðist hafa verið í ansi miklu ójafnvægi en hann braut einnig rúðu í anddyrinu heima hjá sér. Leigubílstjórinn mun kæra manninn fyrir fjársvik og líkamsárás.

Lögreglan þurfti svo að slíka unglingasamkvæmi við litlar vinsældir staðarhaldara. Um var að ræða samkvæmi á Rauðarárstíg en nágrannar kvörtuðu vegna láta. Lögreglan tók sig til og hringdi í skyldmenni unglingsins sem stóð fyrir partýinu og snéru þau heim þegar þau fengu fregnirnar. Þegar enda átti samkvæmið varð gestgjafinn reiður og hóf að brjóta og bramla. Ungmennin voru flutt á lögreglustöð þar sem foreldrar og skyldmenni sóttu þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×