Innlent

Fíkniefnasali á Menntavegi og grillaðir unglingar í Gvendargeisla

Tæki og tól til þess að reykja hass.
Tæki og tól til þess að reykja hass.
Lögreglan hafði afskipti af fjórum unglingum við Gvendargeisla um klukkan hálf tólf í gærkvöldi. Grunur vaknaði um kannabisreykingar. Við leit fann lögreglan hassblandað tóbak á einum unglingnum. Málið var afgreitt á vettvangi, en vegna aldurs var haft samband við forráðamenn og barnavernd látin vita um aðstæður.

En það voru fleiri með fíkniefni í nótt. Þannig var einn maður handtekinn á Laugavegi grunaður um fíkniefnavörslu. Fíkniefni fundust á honum og var málið afgreitt á staðnum.

Lögreglan stöðvaði svo bifreið á Menntavegi í Reykjavík. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá vaknaði einnig grunur lögreglu um að þarna væri fíkniefnasali á ferð. Fíkniefni fundust við leit á manninum og var hann færður á næstu lögreglustöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×