Innlent

Fimm sagt sig af lista Kópavogsbúa vegna óánægju

Fimm hafa sagt sig úr Y-lista Kópavogsbúa eftir að Rannveig Ásgeirsdóttir myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi á fimmtudaginn. Alls áttu tólf manns sæti á listanum, sem á aðeins mann í bæjarstjórn.

Ásdís Ólafsdóttir, íþróttakennari, sendi frá sér yfirlýsingu þegar ljóst var að Y-listi Kópavogsbúa ætlaði að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn, og það sem meira var, að Ármann Kr. Ólafsson yrðu bæjarstjóri, en Y-listi Kópavogsbúa stóð fast á því að ópólitískur bæjarstjóri yrði ráðinn til starfsins.

Ásdís, sem var ein af þeim sem átti frumkvæðið af því að stofna Y-Lista Kópavogsbúa, bað Kópavogsbúa innilegrar afsökunar vegna nýs meirihluta í yfirlýsingunni. Áður sagði hún í viðtali við Vísi að prinsipp flokksins hefðu farið til helvítis með myndun nýs meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×