Innlent

Útigangsmenn hrelldu börn á Klambratúni

Klambratún.
Klambratún. Mynd / Gunnar V. Andrésson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að útigangsmenn hefði verið ofstopafullir og verið ógnandi við fólk sem gekk um Klambratúnið á milli tvö og þrjú í dag. Meðal annars hrelldu þeir börn sem urðu skelfd og burtu í grát. Mennirnir voru farnir þegar lögreglan kom á vettvang.

Lögreglan handtók svo fyrr í dag búðarþjóf sem ógnaði starfsmanni Hagkaups í Skeifunni með skærum. Sá hafði reynt að hnupla vörum úr búðinni og brást hinn versti við þegar öryggisvörður hafði afskipti af honum með fyrrgreindum afleiðingum.

Maðurinn var færður í fangaklefa.

Lögreglan þurfti síðan að hafa hemil á partíljónum í Kópavogi en þar hafði samkvæmi staðið yfir frá miðnætti í nótt og voru nágrannarnir orðnir þreytti rá hávaðanum. Rætt var við húsráðandann sem lofaði að lækka tónlistina og enda samkvæmið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×