Hafdís: Ég er í skýjunum | Frábær afmælisdagur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2012 15:50 Hafdís Sigurðardóttir „Afmælisdagurinn í fyrra var líka mjög góður. Þá var ég að keppa í Svíþjóð og bætti mig í 60 metra hlaupinu. Svo hittir þetta aftur á afmæli og var alveg frábært," sagði Hafdís Sigurðardóttir úr UFA eftir að hafa tryggt sér sinn fjórða Íslandsmeistaratitil á Meistaramóti Íslands. Hafdís varð Íslandsmeistari í 60 metra, 200 metra og 400 metra hlaupi auk þess að stökkva kvenna lengst í langstökki. Áhorfendur sungu fyrir hana afmælissönginn þegar hún hlaut gullverðlaun í 200 metra hlaupinu en Hafdís er 25 ára í dag. „Svo vona ég að það gangi vel í 4x400 metra boðhlaupinu á eftir," sagði Hafdís en viðtalið var tekið fyrir boðhlaupið. UFA bar þar sigur úr býtum og vann Hafdís þar með sín fimmtu gullverðlaun um helgina. Hafdís bætti árangur sinn í öllum hlaupagreinunum auk þess að vera nálægt sínu besta í langstökkinu. „Þetta datt allt mín megin þessa helgina sem er frábært. Að verða Íslandsmeistari er auðvitað frábær titill að bera en að fá fjóra og á sjálfan afmælisdaginn, ég er í skýjunum," sagði Hafdís sem saknaði helsta keppinautar síns um helgina - hlaupakonuna Hrafnhildi Eir Hermóðsdóttúr úr ÍR sem átti ekki heimangengt vegna meiðsla. Árangur Hafdísar um helgina er ekki síst athygliverður í ljósi þess að hún glímdi við veikindi í vikunni. „Ótrúlegt en satt þá var ég slöpp síðustu tvo daga fyrir mót. Hálf óglatt, með hausverk og lá eiginlega bara í rúminu. Ég mætti svo hingað í gær og vonaði það besta," sagði Hafdís.Bágborin aðstaða en árangursríkar æfingar Hafdís er greinilega í hörkuformi enda að bæta sig í þremur greinum af fjórum. Hún segir að æfingar hafi gengið virkilega vel í vetur og hún hafi verið laus við meiðsli. „Það er auðvitað erfitt að æfa fyrir norðan því við höfum ekki aðstöðu í líkingu við þessa. Maður lætur þetta samt ganga, vinnur með það sem maður hefur og það gengur vel," sagði Hafdís. Aðstaða norðanmanna takmarkast við fjórar 100 metra hlaupabrautir í knattspyrnuhúsinu Boganum á Akureyri þar sem er einnig aðstaða fyrir langstökk og stangarstökk. „Húsið er kalt, lítil upphitun svo við erum kappklædd. Svo kemur maður hingað í hitann og rífur sig úr öllu. Maður veit ekkert hvernig maður á að vera," sagði Hafdís og hló. Hún sagði það hjálpa að frjálsíþróttafólkið hefði lyftingaaðstöðu á Bjargi og hægt væri að komast á mýkra gólf í Íþróttahöllinni.Í leit að fjárhagsstuðningi Hafdís hefur hug á að keppa erlendis síðar í mánuðinum en það sé háð því að takist að fjármagna ferðalagið. Keppniskonan leitar logandi ljósi að styrktaraðilum. „Það eru engin fyrirtæki að aðstoða mig við fjármögnun. Það er bara ég með aðstoð fjölskyldunnar sem stendur við bakið á mér. Það er eiginlega ótrúlegt hvað við komumst í gegnum," segir Hafdís sem vonast til þess að komast á HM í frjálsum í mars þar sem hún myndi keppa í 400 metra hlaupi. „Þess vegna er ég að keppa í 400 metra hlaupi. Ég hef lítið æft það undanfarið en get hlaupið það nokkuð hratt svo ég ætla að negla á það. Það þýðir ekkert annað," segir Hafdís sem þarf þó ekki að ná lágmarkinu til þess að öðlast þátttökurétt. Hún kæmist á mótið sem fulltrúi Íslands en það mun skýrast á næstu vikum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hafdís með fjórða gullið Hafdís Sigurðardóttir, UFA, hefur unnið sín fjórðu gullverðlaun á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Hún kom fyrst í mark í 200 m hlaupi kvenna. 12. febrúar 2012 13:45 Kristinn náði ekki lágmarkinu Kristinn Torfason, FH, bar sigur úr býtum í langstökki karla á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í dag en náði þó ekki lágmarkinu fyrir HM innanhúss. 12. febrúar 2012 15:22 Hafdís vann þrjú gull og með besta afrekið Meistarmót FRÍ fer fram nú um helgina í Laugardalshöllinni og er seinni keppnisdagur þegar hafinn. Í gær náði Hafdís Sigurðardóttir, UFA, besta árangri dagsins þegar hún sigraði í 400 m hlaupi kvenna. 12. febrúar 2012 12:42 Aníta sigraði með yfirburðum í 800 m hlaupi Aníta Hinriksdóttir, ung hlaupakona úr ÍR, sigraði með miklum yfirburðum í 800 m hlaupi kvenna á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem nú fer fram í Laugardalshöllinni. 12. febrúar 2012 14:04 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið í öruggum sigri Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira
„Afmælisdagurinn í fyrra var líka mjög góður. Þá var ég að keppa í Svíþjóð og bætti mig í 60 metra hlaupinu. Svo hittir þetta aftur á afmæli og var alveg frábært," sagði Hafdís Sigurðardóttir úr UFA eftir að hafa tryggt sér sinn fjórða Íslandsmeistaratitil á Meistaramóti Íslands. Hafdís varð Íslandsmeistari í 60 metra, 200 metra og 400 metra hlaupi auk þess að stökkva kvenna lengst í langstökki. Áhorfendur sungu fyrir hana afmælissönginn þegar hún hlaut gullverðlaun í 200 metra hlaupinu en Hafdís er 25 ára í dag. „Svo vona ég að það gangi vel í 4x400 metra boðhlaupinu á eftir," sagði Hafdís en viðtalið var tekið fyrir boðhlaupið. UFA bar þar sigur úr býtum og vann Hafdís þar með sín fimmtu gullverðlaun um helgina. Hafdís bætti árangur sinn í öllum hlaupagreinunum auk þess að vera nálægt sínu besta í langstökkinu. „Þetta datt allt mín megin þessa helgina sem er frábært. Að verða Íslandsmeistari er auðvitað frábær titill að bera en að fá fjóra og á sjálfan afmælisdaginn, ég er í skýjunum," sagði Hafdís sem saknaði helsta keppinautar síns um helgina - hlaupakonuna Hrafnhildi Eir Hermóðsdóttúr úr ÍR sem átti ekki heimangengt vegna meiðsla. Árangur Hafdísar um helgina er ekki síst athygliverður í ljósi þess að hún glímdi við veikindi í vikunni. „Ótrúlegt en satt þá var ég slöpp síðustu tvo daga fyrir mót. Hálf óglatt, með hausverk og lá eiginlega bara í rúminu. Ég mætti svo hingað í gær og vonaði það besta," sagði Hafdís.Bágborin aðstaða en árangursríkar æfingar Hafdís er greinilega í hörkuformi enda að bæta sig í þremur greinum af fjórum. Hún segir að æfingar hafi gengið virkilega vel í vetur og hún hafi verið laus við meiðsli. „Það er auðvitað erfitt að æfa fyrir norðan því við höfum ekki aðstöðu í líkingu við þessa. Maður lætur þetta samt ganga, vinnur með það sem maður hefur og það gengur vel," sagði Hafdís. Aðstaða norðanmanna takmarkast við fjórar 100 metra hlaupabrautir í knattspyrnuhúsinu Boganum á Akureyri þar sem er einnig aðstaða fyrir langstökk og stangarstökk. „Húsið er kalt, lítil upphitun svo við erum kappklædd. Svo kemur maður hingað í hitann og rífur sig úr öllu. Maður veit ekkert hvernig maður á að vera," sagði Hafdís og hló. Hún sagði það hjálpa að frjálsíþróttafólkið hefði lyftingaaðstöðu á Bjargi og hægt væri að komast á mýkra gólf í Íþróttahöllinni.Í leit að fjárhagsstuðningi Hafdís hefur hug á að keppa erlendis síðar í mánuðinum en það sé háð því að takist að fjármagna ferðalagið. Keppniskonan leitar logandi ljósi að styrktaraðilum. „Það eru engin fyrirtæki að aðstoða mig við fjármögnun. Það er bara ég með aðstoð fjölskyldunnar sem stendur við bakið á mér. Það er eiginlega ótrúlegt hvað við komumst í gegnum," segir Hafdís sem vonast til þess að komast á HM í frjálsum í mars þar sem hún myndi keppa í 400 metra hlaupi. „Þess vegna er ég að keppa í 400 metra hlaupi. Ég hef lítið æft það undanfarið en get hlaupið það nokkuð hratt svo ég ætla að negla á það. Það þýðir ekkert annað," segir Hafdís sem þarf þó ekki að ná lágmarkinu til þess að öðlast þátttökurétt. Hún kæmist á mótið sem fulltrúi Íslands en það mun skýrast á næstu vikum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hafdís með fjórða gullið Hafdís Sigurðardóttir, UFA, hefur unnið sín fjórðu gullverðlaun á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Hún kom fyrst í mark í 200 m hlaupi kvenna. 12. febrúar 2012 13:45 Kristinn náði ekki lágmarkinu Kristinn Torfason, FH, bar sigur úr býtum í langstökki karla á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í dag en náði þó ekki lágmarkinu fyrir HM innanhúss. 12. febrúar 2012 15:22 Hafdís vann þrjú gull og með besta afrekið Meistarmót FRÍ fer fram nú um helgina í Laugardalshöllinni og er seinni keppnisdagur þegar hafinn. Í gær náði Hafdís Sigurðardóttir, UFA, besta árangri dagsins þegar hún sigraði í 400 m hlaupi kvenna. 12. febrúar 2012 12:42 Aníta sigraði með yfirburðum í 800 m hlaupi Aníta Hinriksdóttir, ung hlaupakona úr ÍR, sigraði með miklum yfirburðum í 800 m hlaupi kvenna á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem nú fer fram í Laugardalshöllinni. 12. febrúar 2012 14:04 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið í öruggum sigri Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira
Hafdís með fjórða gullið Hafdís Sigurðardóttir, UFA, hefur unnið sín fjórðu gullverðlaun á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Hún kom fyrst í mark í 200 m hlaupi kvenna. 12. febrúar 2012 13:45
Kristinn náði ekki lágmarkinu Kristinn Torfason, FH, bar sigur úr býtum í langstökki karla á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í dag en náði þó ekki lágmarkinu fyrir HM innanhúss. 12. febrúar 2012 15:22
Hafdís vann þrjú gull og með besta afrekið Meistarmót FRÍ fer fram nú um helgina í Laugardalshöllinni og er seinni keppnisdagur þegar hafinn. Í gær náði Hafdís Sigurðardóttir, UFA, besta árangri dagsins þegar hún sigraði í 400 m hlaupi kvenna. 12. febrúar 2012 12:42
Aníta sigraði með yfirburðum í 800 m hlaupi Aníta Hinriksdóttir, ung hlaupakona úr ÍR, sigraði með miklum yfirburðum í 800 m hlaupi kvenna á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem nú fer fram í Laugardalshöllinni. 12. febrúar 2012 14:04
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti