Sport

Hafdís vann þrjú gull og með besta afrekið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hafdís Sigurðardóttir er hér lengst til vinstri.
Hafdís Sigurðardóttir er hér lengst til vinstri. MyndAnton
Meistarmót FRÍ fer fram nú um helgina í Laugardalshöllinni og er seinni keppnisdagur þegar hafinn. Í gær náði Hafdís Sigurðardóttir, UFA, besta árangri dagsins þegar hún sigraði í 400 m hlaupi kvenna.

Hafdís kom í mark á 56,27 sekúndum sem er hennar besti árangur og bæting upp á rúma hálfa sekúndu. Fékk hún fyrir það 1017 stig. Hafdís sigraði einnig í 60 m hlaupi og langstökki og vann því þrenn gullverðlaun strax á fyrsta degi.

Trausti Stefánsson, FH, átti besta afrek dagsins fyrir sigur í 400 m hlaupi. Hann kom í mark á 48,54 sekúndum og fékk fyrir það 1015 stig. Trausti setti núgildandi Íslandsmet í greininni fyrir tveimur vikum síðan.

Meðal annarra úrslita má nefna að Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, hafði sigur í kúluvarpi kvenna er hún kastaði 13,89 m.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×