Innlent

Sérstakur saksóknari með aðgerðir hjá KPMG

Höfuðstöðvar KPGM í Borgartúni.
Höfuðstöðvar KPGM í Borgartúni. mynd / / Gunnar V. Andrésson
Fulltrúar á vegum embættis Sérstaks saksóknara fóru inni í endurskoðandafyrirtækið KPMG í dag og framkvæmdu húsleit. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Jónssyni, framkvæmdastjóra KPMG komu fulltrúar sérstaks saksóknara inni í fyrirtækið og óskuðu eftir upplýsingum tengdum Milestone.

Enginn hefur verið handtekinn hjá fyrirtækinu að sögn Sigurðar. Hann sagði fyrirtækið samstarfsfúst og hafa afhent fulltrúum sérstaks saksóknara upplýsingar sem óskað var eftir.

Þegar haft var samband við Ólaf Þór Hauksson vildi hann ekki tjá sig um aðgerðirnar né hvort þær væru víðtækari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×