Innlent

Fundu á annað hundrað grömm af kannabisefnum í Herjólfi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fíkniefnin fundust hjá farþegum í Herjólfi.
Fíkniefnin fundust hjá farþegum í Herjólfi.
Lögreglumenn fundu um 150 - 200 grömm af maríhúana í farangursgeymslu bíls í Herjólfi þegar hann var að fara frá Þorlákshöfn um hálffjögur í dag. Ökumaður bílsins reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og að auki hafði hann verið sviptur ökuleyfi. Það var fíkniefnahundurinn Luna sem fann fíkniefnin. Farþegi í bifreiðinni, 22 ára gamall karlmaður og eigandi hennar, viðurkenndi að eiga efnin. Hann sagði þau ætluð til eigin nota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×