Fótbolti

Birkir fiskaði víti í sigri Standard Liege

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Mynd/Nordic Photos/Getty
Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður og fiskaði vítaspyrnu í 2-0 útisigri Standard Liege á Lierse í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Standard Liege komst upp í annað sætið með þessum sigri.

Birkir kom inn á sem varamaður á 69. mínútu þegar staðan var orðin 1-0 fyrir Standard Liege en hann kom þá inn fyrir markaskorarann Michy Batshuayi. Batshuayi kom Standard Liege í 1-0 á 34. mínútu.

Birkir fiskaði vítið á 81. mínútu og Gohi Bi Cyriac skoraði síðan úr spyrnunni. Bæði lið misstu síðan menn af velli á 89. mínútu.

Birkir Bjarnason hefur komið inn á sem varamaður á síðustu fjórum leikjum Standard Liege en hann á enn eftir að fá tækifæri í byrjunarliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×