Fótbolti

Alfreð átti góða innkomu í lið Lokeren

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason í leik með Lokeren.
Alfreð Finnbogason í leik með Lokeren. Mynd/AFP
Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður og átti þátt í því að Lokeren kom til baka og tryggði sér 3-1 sigur á Mons í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokeren er í 9. sæti deildarinnar eftir þennan sigur.

Þetta var fyrsti leikur Alfreðs á þessu ári en hann hafði síðast komið við sögu hjá Lokeren á móti VV Sint-Truiden á annan dag jóla.

Rachid Bourabia kom Mons í 1-0 strax á 15. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Hamdi Harbaoui jafnaði á 53. mínútu og átta mínútum síðar kom Alfreð inn á sem varamaður.

Alfreð lét starx til sín taka og lagði síðan upp annað mark Lokeren fyrir Ivan Leko á 82. mínútu. Benjamin De Ceulaer innsiglaði síðan sigurinn á 89. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×