Innlent

Sýknaður af því að misnota bróðurdóttur sína - málið fyrnt

Karlmaður var sýknaður af því að hafa misnotað dóttur bróðir síns ítrekað árin 1990 til 1996 þegar stúlkan var sex til þrettán ára gömul, í Héraðsdómi Vesturlands í síðustu viku.

Ástæðan var sú að málið var fyrnt. Fram kemur í dóminum að ekki þyki varhugavert að slá því föstu að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Þannig var framburður konunnar stöðugur auk þess sem vitnisburður móður hennar renndi stoðum undir vitnisburð fórnarlambsins.

Lögreglan tilkynnti manninum að hann hefði verið kærður í nóvember 2010. Málið var hinsvegar fyrnt þann 17. júní 2010 og var hann því sýknaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×