Páll Óskar vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision 7. febrúar 2012 23:20 mynd/anton „Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill," segir Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari á Facebook-síðu sinni. Ástæða þess að Páll Óskar vill að Ísland taki ekki þátt í keppninni úti í Aserbaídsjan eru fréttir þess efnis að borgaryfirvöld í Bakú, höfuðborg landsins, byggja nú glæsihýsi fyrir keppnina sem fram fer í maí, með því að reka bláfátækt fólk með valdi út úr hreysum sínum og jafna svo heimili þeirra við jörðu. Hann segir að yfirvöld séu að brjóta á mannréttindum þegna sinna. „Afstaða mín er einföld. Ísland á að draga sig útúr Eurovision keppninni í Bakú í Aserbaídsjan. Mannréttindi í fyrsta sæti - Eurovision í öðru sæti. Það er gaman að vera glamúrös - en það er ógeðsleg tilhugsun að vera glamúrös í Kristalshöll sem er byggð á jafn ljótum grunni og með jafn viðbjóðslegri forsögu," segir Páll Óskar. Pistil hans má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:LJÓTA KRISTALSHÖLLIN.Borgaryfirvöld í Aserbaídsjan byggja núna Kristalshöll og önnur glæsihýsi fyrir Eurovision keppnina, með því að reka bláfátækt fólk með valdi útúr hreysum sínum og jafna svo heimili þeirra við jörðu. Lokað er fyrir rafmagn, gas og vatn í íbúðunum ef fólk drullar sér ekki þaðan út, því hús þeirra eru ekki lengur til í opinberum skjölum. Bæturnar sem fólkinu er boðið eru helmingi lægri en markaðvirði eigna í miðborginni, og nægja því aðeins fyrir lítilli íbúð fyrir utan borgina. Sem sagt, fátæka fólkið er neytt til að fara sem lengst burt frá Bakú. Þegar fréttamenn BBC höfðu samband við borgaryfirvöld, vildi enginn veita viðtöl um málið og strax er skellt á þau um leið og minnst var á þetta mál. Þessa frétt heyrði ég í Speglinum á Rás 1.Hér eru borgaryfirvöld í Aserbaídsjan að brjóta klárlega á mannréttindum þegna sinna. EBU (European Broadcast Union) sem heldur keppnina, sendi frá sér lélega afsökun eða yfirlýsingu í dag. Þar ætla þau sér ekki að gera neitt sérstakt í málinu, Eurovision keppnin verður haldin í óbreyttri mynd, vegna þess að a) Eurovision hefur engar pólítskar skoðanir - er þverpólítisk keppni b) Eurovision á að vera sameiningartákn, ekki sundrungartákn c) Eurovision er svokallað „force of good" sem byggir brýr landa á milli í stað þess að brjóta þær niður. Þau vilja frekar að keppnin sé haldin í landi þar sem mannréttindi eru brotin - í þeirri von að kastljósinu verði þá frekar beitt að brotunum sem annars kæmu aldrei fram í dagsljósið. Mjög dipló og flöffí yfirlýsing.Afsakið mig, EBU - þetta er mjög léleg afsökun fyrir því að láta mannréttidabrot viðgangast og setja engin mörk. Alger aumingjaskapur. Mannréttindabrot blómstra í þegjandi þögninni. ÞAÐ EINA SEM ILLSKA ÞARF TIL AÐ ÞRÍFAST - ER AÐ GÓÐIR MENN GERI EKKI NEITT. Eurovision hefur engar pólítískar skoðanir - en þessi viðbjóður er ekki pólítík, heldur mannréttindabrot. Það ætti að vera þver pólítísk samstaða milli þjóða um að mannréttindabrot verði aldrei liðin.Afstaða mín er einföld. Ísland á að draga sig útúr Eurovision keppninni í Bakú í Aserbaídsjan. Mannréttindi í fyrsta sæti - Eurovision í öðru sæti. Það er gaman að vera glamúrös - en það er ógeðsleg tilhugsun að vera glamúrös í Kristalshöll sem er byggð á jafn ljótum grunni og með jafn viðbjóðslegri forsögu.Söngvakeppni Sjónvarpsins verður haldin í Hörpu núna á laugardaginn 11. Feb. Ég á að vera kynnir þar ásamt Brynju Þorgeirsdóttur. Ég ætla að kynna þessa keppni sem Söngvakeppni Sjónvarpsins á RÚV, og ekki minnast einu orði á Aserbaídsjan. Ég vil kynna þessa keppni og standa mína plikt af virðingu við listamennina og starfsfólk RÚV sem ég hef alltaf átt gott samstarf með. Þau hafa ekkert með Aserbaídsjan að gera.Ég ræddi við Pál Magnússon hjá RÚV í dag. Hann ræður ferðinni og getur tekið afdrifaríkar ákvarðanir. Við erum sammála um það að Söngvakeppni Sjónvarpsins og Eurovision í Bakú eru tveir ólíkir hlutir. Takið eftir því að flestar þjóðir út í Evrópu halda sínar eigin söngvakeppnir, en lögin eru ekkert endilega eyrnamerkt Eurovision. Í Svíþjóð heitir keppnin einfaldlega „Melodi-festivalen" o.s.frv. Engar reglur eru til um það hvernig þjóðirnar velja lögin sem taka þátt í Eurovision. Þjóðirnar ráða því sjálfar.Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill. Best að öllu væri ef sjónvarpsstjórar allra Norðurlandanna yrðu sammála um að fara ekki til Aserbaídsjan, og senda fulltrúa sína til að taka þátt í höll sem byggð er með yfirgangi og valdníðslu. Ekki meiri meðvirkni - við verðum að setja mörk þegar mannréttindi eru brotin, halda eigin sjálfsvirðingu og sýna fórnarlömbunum samhug í verki.Ást og friður, PÁLL ÓSKAR Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill," segir Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari á Facebook-síðu sinni. Ástæða þess að Páll Óskar vill að Ísland taki ekki þátt í keppninni úti í Aserbaídsjan eru fréttir þess efnis að borgaryfirvöld í Bakú, höfuðborg landsins, byggja nú glæsihýsi fyrir keppnina sem fram fer í maí, með því að reka bláfátækt fólk með valdi út úr hreysum sínum og jafna svo heimili þeirra við jörðu. Hann segir að yfirvöld séu að brjóta á mannréttindum þegna sinna. „Afstaða mín er einföld. Ísland á að draga sig útúr Eurovision keppninni í Bakú í Aserbaídsjan. Mannréttindi í fyrsta sæti - Eurovision í öðru sæti. Það er gaman að vera glamúrös - en það er ógeðsleg tilhugsun að vera glamúrös í Kristalshöll sem er byggð á jafn ljótum grunni og með jafn viðbjóðslegri forsögu," segir Páll Óskar. Pistil hans má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:LJÓTA KRISTALSHÖLLIN.Borgaryfirvöld í Aserbaídsjan byggja núna Kristalshöll og önnur glæsihýsi fyrir Eurovision keppnina, með því að reka bláfátækt fólk með valdi útúr hreysum sínum og jafna svo heimili þeirra við jörðu. Lokað er fyrir rafmagn, gas og vatn í íbúðunum ef fólk drullar sér ekki þaðan út, því hús þeirra eru ekki lengur til í opinberum skjölum. Bæturnar sem fólkinu er boðið eru helmingi lægri en markaðvirði eigna í miðborginni, og nægja því aðeins fyrir lítilli íbúð fyrir utan borgina. Sem sagt, fátæka fólkið er neytt til að fara sem lengst burt frá Bakú. Þegar fréttamenn BBC höfðu samband við borgaryfirvöld, vildi enginn veita viðtöl um málið og strax er skellt á þau um leið og minnst var á þetta mál. Þessa frétt heyrði ég í Speglinum á Rás 1.Hér eru borgaryfirvöld í Aserbaídsjan að brjóta klárlega á mannréttindum þegna sinna. EBU (European Broadcast Union) sem heldur keppnina, sendi frá sér lélega afsökun eða yfirlýsingu í dag. Þar ætla þau sér ekki að gera neitt sérstakt í málinu, Eurovision keppnin verður haldin í óbreyttri mynd, vegna þess að a) Eurovision hefur engar pólítskar skoðanir - er þverpólítisk keppni b) Eurovision á að vera sameiningartákn, ekki sundrungartákn c) Eurovision er svokallað „force of good" sem byggir brýr landa á milli í stað þess að brjóta þær niður. Þau vilja frekar að keppnin sé haldin í landi þar sem mannréttindi eru brotin - í þeirri von að kastljósinu verði þá frekar beitt að brotunum sem annars kæmu aldrei fram í dagsljósið. Mjög dipló og flöffí yfirlýsing.Afsakið mig, EBU - þetta er mjög léleg afsökun fyrir því að láta mannréttidabrot viðgangast og setja engin mörk. Alger aumingjaskapur. Mannréttindabrot blómstra í þegjandi þögninni. ÞAÐ EINA SEM ILLSKA ÞARF TIL AÐ ÞRÍFAST - ER AÐ GÓÐIR MENN GERI EKKI NEITT. Eurovision hefur engar pólítískar skoðanir - en þessi viðbjóður er ekki pólítík, heldur mannréttindabrot. Það ætti að vera þver pólítísk samstaða milli þjóða um að mannréttindabrot verði aldrei liðin.Afstaða mín er einföld. Ísland á að draga sig útúr Eurovision keppninni í Bakú í Aserbaídsjan. Mannréttindi í fyrsta sæti - Eurovision í öðru sæti. Það er gaman að vera glamúrös - en það er ógeðsleg tilhugsun að vera glamúrös í Kristalshöll sem er byggð á jafn ljótum grunni og með jafn viðbjóðslegri forsögu.Söngvakeppni Sjónvarpsins verður haldin í Hörpu núna á laugardaginn 11. Feb. Ég á að vera kynnir þar ásamt Brynju Þorgeirsdóttur. Ég ætla að kynna þessa keppni sem Söngvakeppni Sjónvarpsins á RÚV, og ekki minnast einu orði á Aserbaídsjan. Ég vil kynna þessa keppni og standa mína plikt af virðingu við listamennina og starfsfólk RÚV sem ég hef alltaf átt gott samstarf með. Þau hafa ekkert með Aserbaídsjan að gera.Ég ræddi við Pál Magnússon hjá RÚV í dag. Hann ræður ferðinni og getur tekið afdrifaríkar ákvarðanir. Við erum sammála um það að Söngvakeppni Sjónvarpsins og Eurovision í Bakú eru tveir ólíkir hlutir. Takið eftir því að flestar þjóðir út í Evrópu halda sínar eigin söngvakeppnir, en lögin eru ekkert endilega eyrnamerkt Eurovision. Í Svíþjóð heitir keppnin einfaldlega „Melodi-festivalen" o.s.frv. Engar reglur eru til um það hvernig þjóðirnar velja lögin sem taka þátt í Eurovision. Þjóðirnar ráða því sjálfar.Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill. Best að öllu væri ef sjónvarpsstjórar allra Norðurlandanna yrðu sammála um að fara ekki til Aserbaídsjan, og senda fulltrúa sína til að taka þátt í höll sem byggð er með yfirgangi og valdníðslu. Ekki meiri meðvirkni - við verðum að setja mörk þegar mannréttindi eru brotin, halda eigin sjálfsvirðingu og sýna fórnarlömbunum samhug í verki.Ást og friður, PÁLL ÓSKAR
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira