Innlent

Formenn Samstöðu funda á næstu dögum um hið eftirsótta nafn

„Við Lilja [Mósesdóttir, innskt. blm.] ræddum saman í morgun og ætlum að setjast niður á næstu dögum og ræða málið frekar," segir Haukur Már Sigurðsson, formaður Samstöðu á Patreksfirði, en nýstofnaður flokkur Lilju reyndist bera sama nafn. Samstaða á Patreksfirði hefur hinsvegar verið til í fjórtán ár og þverpólitískt félag. Núna á það þrjá fulltrúa í bæjarstjórn Patreksfjarðar. Áður var það með meirihluta.

Svo virðist sem Lilja og aðrir flokksmenn hið nýstofnaða afls, Samstöðu, hafi aldrei heyrt um félagið á Patreksfirði. Haukur Már sagðist hafa ákveðna samúð með Lilju og félögum, hann segir að Samstaða sé sannarlega skráð formlega sem stjórnmálaafl, en sé því flett upp er það merkt sem félag.

„Við ætlum að setjast niður og athuga hvað sé í stöðunni. Það er eiginlega ekkert annað hægt að gera," segir Haukur Már sem þvertekur fyrir það að ganga inn í stjórnmálaafl Lilju og félaga.

„Við erum bara í bæjarstjórnmálunum hér og ópólitísk þannig," útskýrir Haukur Már. Í viðtali við Vísir í gærkvöldi sagði Haukur Már að það væri ekki möguleiki á því að þeirra félag myndi breyta um nafn. „Það er alveg á hreinu," segir Haukur enn í dag.

Það er því ekki ólíklegt að Lilja og félagar þurfi að breyta nafninu með einhverjum hætti.


Tengdar fréttir

Samstaða á Patreksfirði: "Við munum ekki breyta um nafn"

"Það kemur svolítið á óvart að hún skuli velja akkúrat þetta nafn án þess að hafa samband við okkur. Ég fékk bara tölvupóst áðan frá félaga mínum sem sagði mér frá þessu,“ segir Haukur Már Sigurðsson, formaður Samstöðu á Patreksfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×