Innlent

Fjölskylda slapp ósködduð úr eldsvoða

Fjögurra manna fjölskylda slapp ósködduð út, eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Siglufirði um klukkan fjögur í nótt.

Fólkið vaknaði við reykskynjara og hringdi þegar á slökkviliðið. Eldurinn reyndist loga í þvottahúsinu og vera staðbundinn ,en reyk lagði um allt.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var húsið reykræst. Talið er að eldurinn hafi kviknað í rafmagnstæki í þvottahúsinu,en það verður kannað nánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×