Innlent

Strokupiltanir fundust í veiðihúsi í Svartárdal

Björgunarsveitarmenn fundu laust fyrir miðnætti tvo unglingspilta, sem strokið höfðu af meðferðarheimili í Skagafirði fyrr um kvöldið, og voru þeir orðnir kaldir og þrekaðir.

Þrír piltar struku saman en einn þeirra gaf sig fram um áttaleitið í gærkvöldi. Vitað var að hinir tveir voru illa búnir og veður fór ört kólnandi á svæðinu. Var því lögð ofuráhersla á að finna þá sem fyrst og voru samtals sextíu björgunarsveitarmenn kallaðir út til leitar.

Piltarnir fundust í veiðihúsi í Svartárdal, þar sem þeir höfðu brotist inn til að leita sér skjóls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×