Innlent

Meirihlutinn klár í Kópavogi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ármann Kr. Ólafsson er oddviti sjálfstæðismanna.
Ármann Kr. Ólafsson er oddviti sjálfstæðismanna.
Málefnasamningur um meirihlutasamstarf í Kópavogi er frágenginn. Þetta staðesta oddvitar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir að búið sé að ákveða skiptingu embætta, svo sem bæjarstjóra og formann bæjarráðs. Hann vill þó ekkert segja nánar frá því fyrr en hann hefur talað við fulltrúaráð flokksins og fengið samþykki fyrir aðild flokksins að meirihlutanum. Fulltrúaráð bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks munu funda um málið í kvöld. Auk þessara tveggja flokka á Listi Kópavogsbúa aðild að meirihlutanum.

Stjórnarkreppa hefur ríkt í Kópavogi í þrjár vikur, eða síðan að meirihluti Samfylkingarinnar, VG, Lista Kópavogsbúa og Næst besta flokksins sprakk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×