Innlent

"Okkar prinsipp fóru til helvítis“

„Það er búið að heilaþvo sumt lið, okkar prinsipp fóru til helvítis," segir Ásdís Ólafsdóttir, ein af stofnendum Lista Kópavogsbúa sem hafa myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.

Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálftæðisflokksins, verður bæjarstjóri Kópavogs. Þannig víkur Listi Kópavogsbúa frá ófrávíkjanlegri kröfu sinni um ópólitískan bæjarstjóra.

Þrír einstaklingar, auk Ásdísar, sem voru allir á lista Kópavogsbúa, ætla að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Mikið ósætti er innan listans vegna samstarfsins en það er Rannveig Ásgeirsdóttir sem leiðir lista Kópavogsbúa inni í samstarfið.

„Það er ekki hægt að gera þetta með hreina samvisku," sagði Ásdís í stuttu samtali við fréttastofu en stjórnmálaflokkarnir munu tilkynna samstarfið um klukkan hálf fimm.

„Þetta er bara ógeðslegt," sagði Ásdís að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×