Innlent

Íslenskir leikstjórar á mála hjá bresku framleiðslufyrirtæki

Leikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hafa gengið til liðs við framleiðslufyrirtækið Thomas Thomas Films.

Samúel og Gunnar hafa lengi unnið saman og hafa leikstýrt mörgum af glæsilegri auglýsingum undanfarinna ára. Þeir hafa sinnt ýmsum hlutverkum og hafa bæði komið að framleiðslu og eftirvinnslu stuttmynda og auglýsinga.

Tvíeykið hefur unnið til fjölda verðlauna - bæði fyrir auglýsingar og tónlistarmyndbönd. Þeir hafa unnið að verkefnum fyrir stórfyrirtæki á borð við Vodafone, Samsung, Icelandair og Símann.

Samúel og Gunnar leikstýrðu einnig tónlistarmyndbandi fyrir útvarpsþátt Auðuns Blöndal, FM956BLÖ. Hægt er að sjá myndbandið hér að ofan.

Á vefsíðu Thomas Thomas Films má síða finna nokkrar auglýsingar eftir Samúel og Gunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×