Innlent

Segir eldsneytisverð íþyngja fjölskyldum landsins

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins.
Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins.
Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að hækkandi eldsneytisverð íþyngi fjölskyldum landsins. Hann leggur til að fjármálaráðherra grípi til tímabundinna úrræða.

Birkir hefur lagt fram fyrirspurn um málið til Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármálaráðherra.

„Ég heyri það á mörgum að hækkanirnar eru farnar að íþyngja fólki og ég vil heyra hver skoðun nýs fjármálaráðherra er á málinu."

Hann segist vonast til þess að Oddný fylgi ekki þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að eina leiðin út úr ástandinu sé að hækka gjöld á einstaklinga og fyrirtæki.

„Mér finnst nauðsynlegt að skoða það hvort að við eigum ekki í þessu árferði að grípa til að minnsta kosti tímabundinna úrræða til að minnka opinberar álögur á heimili landsins."

Hann segir að tímabundin lækkun á eldsneytisverði hafi aukna eftirspurn í för með sér og að ríkissjóður myndi þannig ekki standa verr að vígi eftir tímabundna lækkun á eldsneytisverði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×