Innlent

PIP-málið: Tveir læknar búnir að svara landlækni

Boði Logason skrifar
Geir Gunnlaugsson landlæknir
Geir Gunnlaugsson landlæknir

„Við erum líklega komin með svör frá tveimur lýtalæknum og munum funda með læknafélaginu á morgun til þess að athuga hvernig við getum fengið þessar upplýsingar eins hratt og hægt er," segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir.

Landlæknisembættið hefur óskað eftir upplýsingum um brjóstastækkanir frá lýtalæknum á Íslandi en tólf lýtalæknar sem vinna á stofu fengu bréf 5. janúar síðastliðinn. Festur til þess að svara rann út 13. janúar.

„Við erum að óska eftir upplýsingum um aðgerðir sem varða brjóst. Við erum að biðja um hvaða einstaklingar þetta eru, hvaða aðgerðir voru gerðar og hvaða púðar voru notaðir. Og einnig ef púðar voru teknir, hvaða púðar það voru. Það er ekki víst að sami læknir setti púðana í og taki þá úr," segir Geir í samtali við fréttastofu.

Af þessum tólf læknum hafa einungis tveir skilað inn gögnum á pappírsformi. Í Fréttablaðinu í síðustu viku var sagt frá því sex lýtalæknar höfðu ekki svarað beiðni Landlæknis og restin hefði beðið um frest.

Geir segir að landlæknisembættið muni funda með Læknafélagi Íslands á morgun til að fara yfir málið og freista þess að fá upplýsingarnar sem fyrst. Óskað var eftir fundinum að beiðni Félags lýtalækna.Sambærileg vinna er í gangi hjá öðrum þjóðum í Evrópu vegna PIP-brjóstafyllinganna.


Tengdar fréttir

Landlæknir vill upplýsingar um brjóstastækkanir

Landlæknir sendi í dag bréf til allra lýtalækna þar sem óskað er upplýsinga um þær sílíkonaðgerðir sem þeir hafa gert á brjóstum. Þá munu í fyrsta sinn liggja fyrir gögn um aldursdreifngu kvenna með sílíkonbrjóst og þróun á fjölda aðgerða eftir árum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×