Innlent

Íslenskt skip sökk nærri Noregi - þriggja saknað

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Landhelgisgæslunni barst kl. 13:14 neyðarkall frá íslensku togskipi með fjóra menn um borð sem var staðsett innan norskrar lögsögu eða 150 sjómílur Norðvestur af Álasundi í Noregi.

Á sama tíma hvarf skipið úr ferilvöktunarkerfum.

Haft var samband við norsku björgunarmiðstöðina í Bodö sem einnig fékk neyðarskeytið.

Voru samstundis sendar tvær norskar Sea King björgunarþyrlur til leitar á svæðinu auk þess sem var haft samband við nærstaddan loðnubát sem þar var að veiðum. Einnig er Orion eftirlitsflugvél frá Tromsö væntanleg á leitarsvæðið kl. 17:50.

Kl. 17:15 barst Landhelgisgæslunni tilkynning um að einum manni hafi verið bjargað úr sjónum en þriggja manna er enn saknað.

Staðsetning skipsins var innan norskrar leitar- og björgunarlögsögu og bera þeir því ábyrgð á leitar- og björgunaraðgerðum.

Á svæðinu er sunnan stormur með 10-15 metra ölduhæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×