Innlent

Margir á sumardekkjum í snjónum

Margir sitja fastir enda hefur snjóað mikið síðustu daga.
Margir sitja fastir enda hefur snjóað mikið síðustu daga. mynd/Gva
Mikil snjókoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, eins og ætti að vera öllum ljóst. Í gær aðstoðaði lögreglan fjölmarga ökumenn sem sátu fastir víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að það hafi vakið athygli að í allnokkrum tilvikum var um að ræða bíla sem voru búnir sumardekkjum.

„Það verður að teljast heldur mikil bjartsýni að ætla sér að komast leiðar sinnar með slíkan búnað undir bílnum við þær aðstæður sem nú eru í umdæminu. Vegna þessa ítrekar lögreglan það við ökumenn að þeir leggi ekki af stað á vanbúnum bílum," segir í tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×