Útskrifaður af sjúkrahúsinu í Álasundi

Sjómaðurinn, sem bjargað var í gær eftir að togarinn Hallgrímur fórst í Noregshafi, var útskrifaður af sjúkrahúsinu í Álasundi eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Arndt Sommerlund, upplýsingafulltrúa sjúkrahússins, reyndust áverkar hans ekki þess eðlis að ástæða væri til að hann dveldi lengur á sjúkrahúsinu en hann hyggst leita sér aðstoðar og áfallahjálpar þegar hann kemur heim til Íslands. Maðurinn er 36 ára gamall.