Innlent

Bílaþjófur dæmdur fyrir að slá síbrotamann

Litla Hraun.
Litla Hraun.
Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í síðustu viku fyrir að slá samfanga sinn hnefahöggi á Litla Hrauni í maí á síðasta ári.

Maðurinn játaði brot sitt greiðlega og var það talið honum til tekna að hann hefði sýnt af sér fyrirmyndarhegðun eftir að brotið.

Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi sama mánuð og árásin átti sér stað. Brot hans voru margvísislega, meðal annars fyrir fjölmarga bílaþjófnaði, rán og svo fyrir að slá lögreglumann hnefahöggi.

Sá sem varð fyrir árásinni var sjálfur dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2006 fyrir fjölmörg afbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×