Bæjarstjórastarfið ekki auglýst - bæjarstjórinn verður ópólitískur Hugrún Halldórsdóttir skrifar 16. janúar 2012 18:41 Næsti bæjarstjóri Kópavogs verður ópólitískur líkt og sá sem nú situr. Meirihlutinn ætlar að standa sameiginlega að valinu en starfið verður að öllum líkindum ekki auglýst. Enn er óljóst hver tekur við starfi Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra í Kópavogi en ljóst er að sá hinn sami á ekki eftir að koma úr röðum kjörinna fulltrúa. „Við erum búin að ræða þetta í okkar hópi, bæði í dag og í gær og auðvitað lögðum við af stað í þessa vegferð á þessu kjörtímabili þar sem samið var um ópólitískan bæjarstjóra og við höldum því samkomulagi út kjörtímabilið," segir Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru nokkur átök á fundinum í gær en Næst Besti Flokkurinn setti sig upp á móti því að Guðríður tæki við starfinu. Fallist var á málamiðlunartillögu um að meirihlutinn stæði sameiginlega að vali á næsta bæjarstjóra en starfið verður að öllum líkindum ekki auglýst. Meirihlutinn leitar því nú að hæfum og áhugasömum einstaklingum. Guðrún er enn starfandi bæjarstjóri og mun gegna starfinu þar til ákvörðun verður tekin um starfslok hennar í bæjarstjórn, en henni var tilkynnt um uppsögn síðastliðinn föstudag. „Við ætlum okkur ekki að greina frekar frá því samtali fyrr en við erum búin að funda með bæjarstjóra," segir Guðríður. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður uppsagnarbréfið lagt fram í bæjarráði á fimmtudag. Meirihluti bæjarstjórnar fundaði um framtíð bæjarstjórans síðastliðinn fimmtudaginn þar fram kom að Guðrún nyti ekki lengur trausts til að gegna embættinu. „Ég ætla ekki að fullyrða að það hafi orðið einhver trúnaðarbrestur. Þessi mál og hvað varðar hennar stöðu, þau verða ekki rædd í dag." Guðríður segist ekki geta fullyrt hvort að nýr bæjarstjóri taki strax við þegar Guðrún lætur af störfum. „Það sem skiptir máli er að hér er meirihluti að störfum sem stendur traustum fótum og hann mun gera það út þetta kjörtímabil." Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Fleiri fréttir „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Sjá meira
Næsti bæjarstjóri Kópavogs verður ópólitískur líkt og sá sem nú situr. Meirihlutinn ætlar að standa sameiginlega að valinu en starfið verður að öllum líkindum ekki auglýst. Enn er óljóst hver tekur við starfi Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra í Kópavogi en ljóst er að sá hinn sami á ekki eftir að koma úr röðum kjörinna fulltrúa. „Við erum búin að ræða þetta í okkar hópi, bæði í dag og í gær og auðvitað lögðum við af stað í þessa vegferð á þessu kjörtímabili þar sem samið var um ópólitískan bæjarstjóra og við höldum því samkomulagi út kjörtímabilið," segir Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru nokkur átök á fundinum í gær en Næst Besti Flokkurinn setti sig upp á móti því að Guðríður tæki við starfinu. Fallist var á málamiðlunartillögu um að meirihlutinn stæði sameiginlega að vali á næsta bæjarstjóra en starfið verður að öllum líkindum ekki auglýst. Meirihlutinn leitar því nú að hæfum og áhugasömum einstaklingum. Guðrún er enn starfandi bæjarstjóri og mun gegna starfinu þar til ákvörðun verður tekin um starfslok hennar í bæjarstjórn, en henni var tilkynnt um uppsögn síðastliðinn föstudag. „Við ætlum okkur ekki að greina frekar frá því samtali fyrr en við erum búin að funda með bæjarstjóra," segir Guðríður. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður uppsagnarbréfið lagt fram í bæjarráði á fimmtudag. Meirihluti bæjarstjórnar fundaði um framtíð bæjarstjórans síðastliðinn fimmtudaginn þar fram kom að Guðrún nyti ekki lengur trausts til að gegna embættinu. „Ég ætla ekki að fullyrða að það hafi orðið einhver trúnaðarbrestur. Þessi mál og hvað varðar hennar stöðu, þau verða ekki rædd í dag." Guðríður segist ekki geta fullyrt hvort að nýr bæjarstjóri taki strax við þegar Guðrún lætur af störfum. „Það sem skiptir máli er að hér er meirihluti að störfum sem stendur traustum fótum og hann mun gera það út þetta kjörtímabil."
Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Fleiri fréttir „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Sjá meira