Annar höfuðpauranna neitar sök Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. janúar 2012 11:41 Við þingfestingu málsins í dag. mynd/ egill. Ákæra í einu stærsta fíkniefnamáli síðasta árs var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Annar höfuðpauranna neitar sök í stærsta ákæruliðnum. Sex manns eru ákærðir í málinu sem snýst um umfangsmikil fíkniefnabrot. Stærsti hluti málsins snýst um stórfellt smygl á fíkniefnum frá Rotterdam í Hollandi til Straumsvíkur. Við rannsókn málsins lögðu lögreglumenn hald á tæp tíu kíló af amfetamíni, rúmlega átta þúsund töflur af MDMA og mikið magn stera. Höfuðpaurarnir í málinu eru þeir Geir Hlöðver Ericsson og Sævar Sverrisson. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa skipulagt innflutninginn á efnunum og séð til þess að þau yrðu flutt til landsins frá Rotterdam. Geir Hlöðver neitar sök í þessum ákærulið en Sævar játar að hafa staðið að innflutningi stera en segist ekki vita að um önnur fíkniefni hafi verið að ræða. Fleiri smærri fíkniefnamál tengjast stóra smyglinu. Þeir ákærðu sem mættu fyrir dóminn í morgun játuðu allir sök að hluta, utan einn, sem neitar sök. Þá hefur enn ekki tekist að birta einum hinna grunuðu ákæruna og einn lá veikur heima þegar málið var þingfest. Þau munu því lýsa yfir afstöðu til ákæruefnisins síðar. Sævar Sverrisson hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því málið kom upp í október og Geir Hlöðver afplánar nú dóm vegna annars máls. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Ákæra í einu stærsta fíkniefnamáli síðasta árs var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Annar höfuðpauranna neitar sök í stærsta ákæruliðnum. Sex manns eru ákærðir í málinu sem snýst um umfangsmikil fíkniefnabrot. Stærsti hluti málsins snýst um stórfellt smygl á fíkniefnum frá Rotterdam í Hollandi til Straumsvíkur. Við rannsókn málsins lögðu lögreglumenn hald á tæp tíu kíló af amfetamíni, rúmlega átta þúsund töflur af MDMA og mikið magn stera. Höfuðpaurarnir í málinu eru þeir Geir Hlöðver Ericsson og Sævar Sverrisson. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa skipulagt innflutninginn á efnunum og séð til þess að þau yrðu flutt til landsins frá Rotterdam. Geir Hlöðver neitar sök í þessum ákærulið en Sævar játar að hafa staðið að innflutningi stera en segist ekki vita að um önnur fíkniefni hafi verið að ræða. Fleiri smærri fíkniefnamál tengjast stóra smyglinu. Þeir ákærðu sem mættu fyrir dóminn í morgun játuðu allir sök að hluta, utan einn, sem neitar sök. Þá hefur enn ekki tekist að birta einum hinna grunuðu ákæruna og einn lá veikur heima þegar málið var þingfest. Þau munu því lýsa yfir afstöðu til ákæruefnisins síðar. Sævar Sverrisson hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því málið kom upp í október og Geir Hlöðver afplánar nú dóm vegna annars máls.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira