Innlent

Snjóhreinsun enn á fullu

Mynd/Valgarður
Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að snjóhreinsun á um tíu tækjum í allan dag. Unnið var að söltun og söndun göngustíga.

Á morgun verður að öllum líkindum ekki unnið að snjóhreinsun. Starfsmenn verða hins vegar í ráspólunum og tilbúnir í útköll ef hláka myndast. „Ef það kemur einhver asahláka þá tökum við í taumana hvað það varðar," segir Þorsteinn Birgisson, yfirstjórnandi hjá Reykjavíkurborg. Unnið hefur verið að því undanfarið að hreinsa kringum niðurföll og greiða leið affallsvatns af bráðnandi svellbunkanum sem liggur yfir borginni.

Starfsmenn Reykjavíkurborgar verða á vakt alla helgina og tilbúnir í útköll ef eitthvað kemur uppá. Bæði er vakt varðandi stofnleiðir og varðandi pollamyndun í hverfum. Til að komast í samband við þá getur fólk hringt í 4111111. Þá tekur símsvari við manni og leiðir mann á réttan stað.

Þorsteinn tekur einnig fram að fólk geti komist í saltkassa. Þeir eru á víð og dreyf um borgina. Ef fólk vill því til að mynda saltbera innkeyrsluna hjá sér getur það leitað uppi slíka saltkassa. Leiðbeiningar má fá í áðurnefndu símanúmeri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×