Innlent

Aukning um þúsundir bílferða við LSH

Umferð á eftir að aukast um 4.000 bílferðir á sólahring við Landspítalann við Hringbraut þegar fyrsti áfangi nýja spítalans verður tekinn í notkun árið 2017. Þrátt fyrir það er ekki talið nauðsynlegt að gera víðtækar ráðstafanir í gatnakerfi borgarinnar.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar sem kynnt var byggingarnefnd nýs Landspítala í vikunni. Við það að taka fyrsta áfanga spítalans í notkun, sem stefnan er að gera árið 2017, mun umferð um svæðið aukast verulega

Þegar fyrsti áfanginn verður tilbúinn þá er áætlað að umferðin aukast um 4000 bílferðir á sólarhring sem er helmingi meiri umferð en nú er. Gert er ráð fyrir því í skýrslunni að 47% bílanna sé ekið um Miklubraut en restinni um aðrar götur í kringum spítalann. Þrátt fyrir þessa auknu umferð er það metið sem svo að fyrsti áfangi spítalans sé ekki af þeirri stærðargráðu að gera þurfi víðtækar ráðstafanir í gatnakerfinu hans vegna.

Bent er á það í skýrslunni að umferð um svæðið muni einnig aukast mikið á meðan á framkvæmdum stendur. Lagt er til að starfsfólk spítalans verði látið mæta til vinnu á breytilegum tíma til draga úr álagi. Umferðin er mest snemma dags þegar starfsmenn mæta til vinnu en sjötíu prósent þeirra eru á einkabíl.

Þá er bent á það í skýrslunni að bæði mengun og hávaði geti aukist vegna þessa sérstaklega á Miklubraut við Lönguhlíð en um óveruleg áhrif sé að ræða

Þegar nýr Landspítali verður fullbúinn árið 2030 þá mun umferðin hafa tvöfaldast um svæðið og verður orðin um 18 þúsund bílferðir á sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×