Innlent

Níu mánaða barn setti þvottaefni í munninn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvikið átti sér stað á Selfossi.
Atvikið átti sér stað á Selfossi. mynd/ hag.
Níu mánaða gamalt barn var flutt til aðhlynningar á sjúkrahús um helgina eftir að hafa  innbyrt uppþvottaefni.  Þvottaefnið hafði ekki allt skolast úr þvottaefnishólfi uppþvottavélarinnar eftir að vélin hafði lokið þvottinum.  Barnið komst í efnið þar sem vélin stóð opin og það setti smávegis af efninu upp í sig. Lögreglan á Selfossi segir að barnið muni ekki hafa hlotið alvarlega skaða af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×