Innlent

Skrölti áfram á þremur hjólum í Kömbunum

Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum neðst í Kömbunum um hálf tvö leitið í nótt fór yfir á öfugan vegarhleming og utan í vegrið þar.

Við það rifnaði annað framhjólið undan bílnum, en áfram skrölti hann þó meðfram vegriðinu þar til það endaði, en þá fór bíllinn útaf og stöðvaðist, standandi á þremur hjólum, en mikið skemmdur.

Ökumaður er líka grunaður um fíkniefnaneyslu og var hann vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×