Alltaf rólegur nema þegar hann talar um lögmenn 6. mars 2012 19:17 Maðurinn sem réðist inn á lögmannsstofuna Lagastoð í gær og veitti framkvæmdastjóra stofunnar lífshættulega áverka var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Hann er sagður hafa óbeit á lögmönnum. Árásarmaðurinn Guðgeir Guðmundsson, fæddur 1977, var í morgun leiddur inn í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem gæsluvarðhalds var krafist yfir honum. Hann huldi ekki andlit sitt á leiðinni inn í dómhúsið og var yfirvegaður að sjá. Hann játaði verknaðinn. Fréttastofa hefur rætt við vini, samstarfsmenn og kunningja Guðgeirs í dag og eiga þau það sammerkt að bera honum vel söguna og enginn hefur skilning á hvernig eitthvað þessu líkt hafi getað gerst. Guðgeir hefur starfað á sama vinnustað í sjö ár og hefur þótt góður starfskraftur. Honum er lýst sem geðgóðum og hlédrægum manni, sem hafi á sínum fullorðinsárum alltaf búið einsamall. Hann er af heimildarmönnum fréttastofu ekki talinn einangraður félagslega en hann hefur æft bogfimi með Íþróttafélagi Fatlaðra í Reykjavík, þótt ófatlaður sé. Að sögn heimildarmanna hefur ekki borið á breytingu á hegðun hans undanfarið, hann hafi ávallt verið hinn rólegasti nema þegar kemur að tali um lögmenn, en þeirri starfsstétt hefur hann lengi haft óbeit á og haft það á orði í vitna viðurvist. Dómari úrskurðaði í morgun Guðgeir í gæsluvarðhald fram á föstudag og einnig er honum gert að sæta geðrannsókn. Hann sýndi engin svipbrigði þegar hann var leiddur út úr dómhúsinu. Framkvæmdastjóri Lagastoðar sem slasaðist lífshættulega í árásinni liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann gekkst undir umfangsmikla aðgerð í gær og er haldið sofandi í öndunarvél. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Maðurinn sem réðist inn á lögmannsstofuna Lagastoð í gær og veitti framkvæmdastjóra stofunnar lífshættulega áverka var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Hann er sagður hafa óbeit á lögmönnum. Árásarmaðurinn Guðgeir Guðmundsson, fæddur 1977, var í morgun leiddur inn í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem gæsluvarðhalds var krafist yfir honum. Hann huldi ekki andlit sitt á leiðinni inn í dómhúsið og var yfirvegaður að sjá. Hann játaði verknaðinn. Fréttastofa hefur rætt við vini, samstarfsmenn og kunningja Guðgeirs í dag og eiga þau það sammerkt að bera honum vel söguna og enginn hefur skilning á hvernig eitthvað þessu líkt hafi getað gerst. Guðgeir hefur starfað á sama vinnustað í sjö ár og hefur þótt góður starfskraftur. Honum er lýst sem geðgóðum og hlédrægum manni, sem hafi á sínum fullorðinsárum alltaf búið einsamall. Hann er af heimildarmönnum fréttastofu ekki talinn einangraður félagslega en hann hefur æft bogfimi með Íþróttafélagi Fatlaðra í Reykjavík, þótt ófatlaður sé. Að sögn heimildarmanna hefur ekki borið á breytingu á hegðun hans undanfarið, hann hafi ávallt verið hinn rólegasti nema þegar kemur að tali um lögmenn, en þeirri starfsstétt hefur hann lengi haft óbeit á og haft það á orði í vitna viðurvist. Dómari úrskurðaði í morgun Guðgeir í gæsluvarðhald fram á föstudag og einnig er honum gert að sæta geðrannsókn. Hann sýndi engin svipbrigði þegar hann var leiddur út úr dómhúsinu. Framkvæmdastjóri Lagastoðar sem slasaðist lífshættulega í árásinni liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann gekkst undir umfangsmikla aðgerð í gær og er haldið sofandi í öndunarvél.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði