Nýrnasjúklingar þurfa að flytja Erla Hlynsdóttir skrifar 6. mars 2012 20:31 Fjórir nýrnasjúklingar hafa flutt búferlum því engin blóðskilunarvél er á landsbyggðinni. Aðrir eru langdvölum fjarri ástvinum sínum vegna blóðskilunar. Í dag eru sextíuogfimm sjúklingar sem koma á Landspítalann þrisvar í viku og eru í blóðskilunarvél í um fjóra tíma í senn. „Þessi meðferð er bara í boði á Landspítalanum og hvergi annars staðar," segir Margrét Ásgeirsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri skilunardeildar Landspítalans. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi í liðinni viku við Hólmar Þór Stefánsson sem er bundinn við blóðskilunartæki. Hann lét það þó ekki aftra sér frá því að fara á skíðaferð til Akureyrar, og tók tækið með sér - nokkuð sem þarfnaðist mikillar fyrirhafnar. Margrét segir mikilvægt að skoða hvort hægt sé að setja á laggirnar eins konar útibú frá skilunardeildinni úti á landi. Fjórir nýrnasjúklingar á landsbyggðinni hafa gefist upp á því að þurfa að ferðast til Reykjavíkur í blóðskilun og hafa því hreinlega flutt til höfuðborgarinnar. Tveir til viðbótar af landsbyggðinni halda nánast alveg til í Reykjavík. Þeir eru þá fjarri fjölskyldu sinni og ástvinum langtímum saman. Þá eru átta nýrnasjúklingar á Suðurnesjum sem þrisvar í viku þurfa að fara til Reykjavíkur í blóðskilun. Fæstir treysta sér til að keyra sjálfir heim eftir meðferð og þurfa því bílstjóra. Hólmar benti á að blóðskilunarvélar væru í skemmtiferðaskipum sem sigldu um Karabíahafið. Hann ætti hins vegar mjög erfitt með að ferðast um Ísland. Margrét segir að útibú frá blóðskilunardeild á landsbyggðinni myndi auka ferðafrelsi sjúklinga. „Síðan myndi það gefa þeim sem eru að byrja í blóðskilun smá val um hvar þeir vilja búa. í dag hefur fólk ekkert val um annað en að flytja til Reykjavíkur eða ferðast mikið," segir Margrét Hefur verið skoðað af einhverri alvöru að opna útibú, til dæmis á Akureyri? „Það hefur verið skoðað en kannski ekki af fullri alvöru en það stendur til að skoða það núna," segir hún. Tekið skal fram að við lokastig nýrnabilunar geta flestir sjúklingar valið milli tveggja meðferða, blóðskilunar eða kviðskilunar. Þó eru akki allir sem geta verið í kviðskilun og eru ýmsar ástæður fyrir því. Sem stendur eru 17 manns í kviðskilun. Starfsemi skilunardeildar eykst stöðugt og hefur komum á hana fjölgað um 40% frá árinu 2005. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fjórir nýrnasjúklingar hafa flutt búferlum því engin blóðskilunarvél er á landsbyggðinni. Aðrir eru langdvölum fjarri ástvinum sínum vegna blóðskilunar. Í dag eru sextíuogfimm sjúklingar sem koma á Landspítalann þrisvar í viku og eru í blóðskilunarvél í um fjóra tíma í senn. „Þessi meðferð er bara í boði á Landspítalanum og hvergi annars staðar," segir Margrét Ásgeirsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri skilunardeildar Landspítalans. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi í liðinni viku við Hólmar Þór Stefánsson sem er bundinn við blóðskilunartæki. Hann lét það þó ekki aftra sér frá því að fara á skíðaferð til Akureyrar, og tók tækið með sér - nokkuð sem þarfnaðist mikillar fyrirhafnar. Margrét segir mikilvægt að skoða hvort hægt sé að setja á laggirnar eins konar útibú frá skilunardeildinni úti á landi. Fjórir nýrnasjúklingar á landsbyggðinni hafa gefist upp á því að þurfa að ferðast til Reykjavíkur í blóðskilun og hafa því hreinlega flutt til höfuðborgarinnar. Tveir til viðbótar af landsbyggðinni halda nánast alveg til í Reykjavík. Þeir eru þá fjarri fjölskyldu sinni og ástvinum langtímum saman. Þá eru átta nýrnasjúklingar á Suðurnesjum sem þrisvar í viku þurfa að fara til Reykjavíkur í blóðskilun. Fæstir treysta sér til að keyra sjálfir heim eftir meðferð og þurfa því bílstjóra. Hólmar benti á að blóðskilunarvélar væru í skemmtiferðaskipum sem sigldu um Karabíahafið. Hann ætti hins vegar mjög erfitt með að ferðast um Ísland. Margrét segir að útibú frá blóðskilunardeild á landsbyggðinni myndi auka ferðafrelsi sjúklinga. „Síðan myndi það gefa þeim sem eru að byrja í blóðskilun smá val um hvar þeir vilja búa. í dag hefur fólk ekkert val um annað en að flytja til Reykjavíkur eða ferðast mikið," segir Margrét Hefur verið skoðað af einhverri alvöru að opna útibú, til dæmis á Akureyri? „Það hefur verið skoðað en kannski ekki af fullri alvöru en það stendur til að skoða það núna," segir hún. Tekið skal fram að við lokastig nýrnabilunar geta flestir sjúklingar valið milli tveggja meðferða, blóðskilunar eða kviðskilunar. Þó eru akki allir sem geta verið í kviðskilun og eru ýmsar ástæður fyrir því. Sem stendur eru 17 manns í kviðskilun. Starfsemi skilunardeildar eykst stöðugt og hefur komum á hana fjölgað um 40% frá árinu 2005.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði