Úkraínustjórn sögð misnota valdastöðu Guðsteinn skrifar 30. október 2012 08:00 Júlía Tímósjenkó segir kosningarnar um helgina hafa verið þær óheiðarlegustu í sögu landsins.nordicphotos/AFP „Þegar hliðsjón er höfð af misnotkun valda og óhóflegu hlutverki peninga í þessum kosningum þá virðist sem lýðræðisferlinu hafi farið aftur í Úkraínu,“ segir Walburga Habsburg Douglas, yfirmaður eftirlitssveitar á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem fylgdist með framkvæmd þingkosninganna í Úkraínu á sunnudag. Viktor Janúkovitsj forseti hrósar sigri. Endanleg úrslit verða ekki tilkynnt fyrr en í dag, en þegar búið var að telja um helming atkvæða stefndi allt í að Héraðaflokkurinn, sem er flokkur forsetans, fái 240 til 260 þingsæti á 450 manna þjóðþingi landsins. Kommúnistaflokknum, sem hefur veitt Janúkovitsj forseta stuðning, er spáð fimmtán prósentum atkvæða, en þessir tveir flokkar vilja halda góðum tengslum við Rússland. Stjórnarandstöðuflokkarnir, sem vilja frekar tengjast Vesturlöndum en Rússlandi, ná ekki meirihluta og sitja því áfram í stjórnarandstöðu. Flokkur Júlíu Tímósjenkó, sem nú situr í fangelsi, hafði fengið 22 prósent og flokkur boxkappans Vitali Klitsjkó var kominn með þrettán prósent. Þá er kominn fram nýr flokkur þjóðernissinna, sem virtist ætla að fá um átta prósent atkvæða. Í tilkynningu frá kosningaeftirliti ÖSE segir að stjórnarflokkarnir hafi staðið betur að vígi fyrir kosningarnar, bæði vegna þess að stjórnarflokkarnir hafi óspart notfært sér aðstöðu sína í ríkisfjölmiðlum og stjórnkerfinu almennt, auk þess sem fjármögnun flokksstarfs og kosningabaráttu er engan veginn nógu gegnsæ. Þá gagnrýnir ÖSE að tveir þekktir stjórnarandstæðingar, þau Timosjenkó og Júríi Lútsjenkó, sitji í fangelsi í kjölfar réttarhalda, sem ÖSE gagnrýndi á sínum tíma. „Maður ætti ekki að þurfa að fara í fangelsisheimsókn til að heyra hljóðið í stjórnmálaleiðtogum landsins,“ segir Douglas. ÖSE segir að fjarvera þeirra frá kosningabaráttunni hafi greinilega haft áhrif á úrslit kosninganna. Tímósjenkó brást í gær við úrslitunum með því að hefja mótmælasvelti í fangelsinu. Hún sakar stjórnina um kosningasvindl og segir þessar kosningar hafa verið þær óheiðarlegustu í sögu landsins. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórfaldri vinnu en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
„Þegar hliðsjón er höfð af misnotkun valda og óhóflegu hlutverki peninga í þessum kosningum þá virðist sem lýðræðisferlinu hafi farið aftur í Úkraínu,“ segir Walburga Habsburg Douglas, yfirmaður eftirlitssveitar á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem fylgdist með framkvæmd þingkosninganna í Úkraínu á sunnudag. Viktor Janúkovitsj forseti hrósar sigri. Endanleg úrslit verða ekki tilkynnt fyrr en í dag, en þegar búið var að telja um helming atkvæða stefndi allt í að Héraðaflokkurinn, sem er flokkur forsetans, fái 240 til 260 þingsæti á 450 manna þjóðþingi landsins. Kommúnistaflokknum, sem hefur veitt Janúkovitsj forseta stuðning, er spáð fimmtán prósentum atkvæða, en þessir tveir flokkar vilja halda góðum tengslum við Rússland. Stjórnarandstöðuflokkarnir, sem vilja frekar tengjast Vesturlöndum en Rússlandi, ná ekki meirihluta og sitja því áfram í stjórnarandstöðu. Flokkur Júlíu Tímósjenkó, sem nú situr í fangelsi, hafði fengið 22 prósent og flokkur boxkappans Vitali Klitsjkó var kominn með þrettán prósent. Þá er kominn fram nýr flokkur þjóðernissinna, sem virtist ætla að fá um átta prósent atkvæða. Í tilkynningu frá kosningaeftirliti ÖSE segir að stjórnarflokkarnir hafi staðið betur að vígi fyrir kosningarnar, bæði vegna þess að stjórnarflokkarnir hafi óspart notfært sér aðstöðu sína í ríkisfjölmiðlum og stjórnkerfinu almennt, auk þess sem fjármögnun flokksstarfs og kosningabaráttu er engan veginn nógu gegnsæ. Þá gagnrýnir ÖSE að tveir þekktir stjórnarandstæðingar, þau Timosjenkó og Júríi Lútsjenkó, sitji í fangelsi í kjölfar réttarhalda, sem ÖSE gagnrýndi á sínum tíma. „Maður ætti ekki að þurfa að fara í fangelsisheimsókn til að heyra hljóðið í stjórnmálaleiðtogum landsins,“ segir Douglas. ÖSE segir að fjarvera þeirra frá kosningabaráttunni hafi greinilega haft áhrif á úrslit kosninganna. Tímósjenkó brást í gær við úrslitunum með því að hefja mótmælasvelti í fangelsinu. Hún sakar stjórnina um kosningasvindl og segir þessar kosningar hafa verið þær óheiðarlegustu í sögu landsins.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórfaldri vinnu en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira