Sandy hefur kostað 16 lífið - yfir milljón búnir að yfirgefa heimili sín Friðrik Indriðason skrifar 30. október 2012 11:24 „Ofurstormurinn" Sandy hefur þegar kostað 16 manns lífið á austurströnd Bandaríkjanna og valdið gífurlegu eignatjóni. New York borg er meir og minna myrkvuð vegna rafmagnsleysis og Manhattan er á floti en þar hefur aldrei mælst jafnmikil ölduhæð í sögunni. Yfir milljón manns hefur neyðst til þess að yfirgefa heimili sín undan Sandy en talið er að stormurinn geti haft áhrif á líf um 50 milljóna manna vegna flóða, rafmagnsleysis og skemmda á híbýlum. Flestir þeirra sem farist hafa lentu undir trjám sem rifnuðu upp með rótum í storminum. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að New York, New Jersey og Long Island séu hamfarasvæði og þar með getur forsetinn notað fjármagn úr alríkissjóðum til að bæta þá skaða sem þessi svæði hafa orðið fyrir. Sandy gekk á landi í New Jersey um kvöldmatarleytið í gærkvöldi að staðartíma. Heldur hefur dregið úr vindstyrk Sandy sem flokkast ekki lengur sem fellibylur þótt vindhviður nái enn fellibylsstyrk. Gífurleg úrkoma fylgir storminum og mikil ölduhæð. Þannig mældist ölduhæðin við Manhattan nær 5 metrar og er það met eða tæplega metra hærra en á sjötta áratugnum þegar fellibylurinn Donna gekk þar yfir. Bílastæðahús og neðanjarðarlestargöng eru yfirfull af vatni. Talið er að það gæti tekið allt að fjóra daga að koma almenningssamgöngum í lag að nýju í New York vegna þessara flóða. Þá hafa eldsvoðar orðið víða vegna skammhlaups í rafkerfum. Í einum eldsvoðanna brunnu 50 hús í Queens hverfinu til grunna í nótt og þar þurftu slökkviliðsmenn aðstoð frá þjóðvarðliðinu til að koma sér á staðinn. Sandy hefur valdið víðtæku rafmagnsleysi þar sem stormurinn herjar. New York er meir og minna í myrkri sökum þess og rýma þurfti eitt af sjúkrahúsum borgarinnar og flytja um 260 sjúklinga annað. Talið er að 6,5 milljónir manna séu nú án rafmagns. Allar almenningssamgöngur liggja niðri í borgunum New York. Boston, Washington, Baltimore og Philadephíu og verulegar truflanir eru á flugsamgöngum. Ljóst er að eignartjón verður gífurlegt og talið að það geti orðið allt að 10 milljarðar dollara, eða yfir 1.200 milljarðar króna. Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ofurstormurinn" Sandy hefur þegar kostað 16 manns lífið á austurströnd Bandaríkjanna og valdið gífurlegu eignatjóni. New York borg er meir og minna myrkvuð vegna rafmagnsleysis og Manhattan er á floti en þar hefur aldrei mælst jafnmikil ölduhæð í sögunni. Yfir milljón manns hefur neyðst til þess að yfirgefa heimili sín undan Sandy en talið er að stormurinn geti haft áhrif á líf um 50 milljóna manna vegna flóða, rafmagnsleysis og skemmda á híbýlum. Flestir þeirra sem farist hafa lentu undir trjám sem rifnuðu upp með rótum í storminum. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að New York, New Jersey og Long Island séu hamfarasvæði og þar með getur forsetinn notað fjármagn úr alríkissjóðum til að bæta þá skaða sem þessi svæði hafa orðið fyrir. Sandy gekk á landi í New Jersey um kvöldmatarleytið í gærkvöldi að staðartíma. Heldur hefur dregið úr vindstyrk Sandy sem flokkast ekki lengur sem fellibylur þótt vindhviður nái enn fellibylsstyrk. Gífurleg úrkoma fylgir storminum og mikil ölduhæð. Þannig mældist ölduhæðin við Manhattan nær 5 metrar og er það met eða tæplega metra hærra en á sjötta áratugnum þegar fellibylurinn Donna gekk þar yfir. Bílastæðahús og neðanjarðarlestargöng eru yfirfull af vatni. Talið er að það gæti tekið allt að fjóra daga að koma almenningssamgöngum í lag að nýju í New York vegna þessara flóða. Þá hafa eldsvoðar orðið víða vegna skammhlaups í rafkerfum. Í einum eldsvoðanna brunnu 50 hús í Queens hverfinu til grunna í nótt og þar þurftu slökkviliðsmenn aðstoð frá þjóðvarðliðinu til að koma sér á staðinn. Sandy hefur valdið víðtæku rafmagnsleysi þar sem stormurinn herjar. New York er meir og minna í myrkri sökum þess og rýma þurfti eitt af sjúkrahúsum borgarinnar og flytja um 260 sjúklinga annað. Talið er að 6,5 milljónir manna séu nú án rafmagns. Allar almenningssamgöngur liggja niðri í borgunum New York. Boston, Washington, Baltimore og Philadephíu og verulegar truflanir eru á flugsamgöngum. Ljóst er að eignartjón verður gífurlegt og talið að það geti orðið allt að 10 milljarðar dollara, eða yfir 1.200 milljarðar króna.
Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira