Sandy hefur kostað 16 lífið - yfir milljón búnir að yfirgefa heimili sín Friðrik Indriðason skrifar 30. október 2012 11:24 „Ofurstormurinn" Sandy hefur þegar kostað 16 manns lífið á austurströnd Bandaríkjanna og valdið gífurlegu eignatjóni. New York borg er meir og minna myrkvuð vegna rafmagnsleysis og Manhattan er á floti en þar hefur aldrei mælst jafnmikil ölduhæð í sögunni. Yfir milljón manns hefur neyðst til þess að yfirgefa heimili sín undan Sandy en talið er að stormurinn geti haft áhrif á líf um 50 milljóna manna vegna flóða, rafmagnsleysis og skemmda á híbýlum. Flestir þeirra sem farist hafa lentu undir trjám sem rifnuðu upp með rótum í storminum. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að New York, New Jersey og Long Island séu hamfarasvæði og þar með getur forsetinn notað fjármagn úr alríkissjóðum til að bæta þá skaða sem þessi svæði hafa orðið fyrir. Sandy gekk á landi í New Jersey um kvöldmatarleytið í gærkvöldi að staðartíma. Heldur hefur dregið úr vindstyrk Sandy sem flokkast ekki lengur sem fellibylur þótt vindhviður nái enn fellibylsstyrk. Gífurleg úrkoma fylgir storminum og mikil ölduhæð. Þannig mældist ölduhæðin við Manhattan nær 5 metrar og er það met eða tæplega metra hærra en á sjötta áratugnum þegar fellibylurinn Donna gekk þar yfir. Bílastæðahús og neðanjarðarlestargöng eru yfirfull af vatni. Talið er að það gæti tekið allt að fjóra daga að koma almenningssamgöngum í lag að nýju í New York vegna þessara flóða. Þá hafa eldsvoðar orðið víða vegna skammhlaups í rafkerfum. Í einum eldsvoðanna brunnu 50 hús í Queens hverfinu til grunna í nótt og þar þurftu slökkviliðsmenn aðstoð frá þjóðvarðliðinu til að koma sér á staðinn. Sandy hefur valdið víðtæku rafmagnsleysi þar sem stormurinn herjar. New York er meir og minna í myrkri sökum þess og rýma þurfti eitt af sjúkrahúsum borgarinnar og flytja um 260 sjúklinga annað. Talið er að 6,5 milljónir manna séu nú án rafmagns. Allar almenningssamgöngur liggja niðri í borgunum New York. Boston, Washington, Baltimore og Philadephíu og verulegar truflanir eru á flugsamgöngum. Ljóst er að eignartjón verður gífurlegt og talið að það geti orðið allt að 10 milljarðar dollara, eða yfir 1.200 milljarðar króna. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
„Ofurstormurinn" Sandy hefur þegar kostað 16 manns lífið á austurströnd Bandaríkjanna og valdið gífurlegu eignatjóni. New York borg er meir og minna myrkvuð vegna rafmagnsleysis og Manhattan er á floti en þar hefur aldrei mælst jafnmikil ölduhæð í sögunni. Yfir milljón manns hefur neyðst til þess að yfirgefa heimili sín undan Sandy en talið er að stormurinn geti haft áhrif á líf um 50 milljóna manna vegna flóða, rafmagnsleysis og skemmda á híbýlum. Flestir þeirra sem farist hafa lentu undir trjám sem rifnuðu upp með rótum í storminum. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að New York, New Jersey og Long Island séu hamfarasvæði og þar með getur forsetinn notað fjármagn úr alríkissjóðum til að bæta þá skaða sem þessi svæði hafa orðið fyrir. Sandy gekk á landi í New Jersey um kvöldmatarleytið í gærkvöldi að staðartíma. Heldur hefur dregið úr vindstyrk Sandy sem flokkast ekki lengur sem fellibylur þótt vindhviður nái enn fellibylsstyrk. Gífurleg úrkoma fylgir storminum og mikil ölduhæð. Þannig mældist ölduhæðin við Manhattan nær 5 metrar og er það met eða tæplega metra hærra en á sjötta áratugnum þegar fellibylurinn Donna gekk þar yfir. Bílastæðahús og neðanjarðarlestargöng eru yfirfull af vatni. Talið er að það gæti tekið allt að fjóra daga að koma almenningssamgöngum í lag að nýju í New York vegna þessara flóða. Þá hafa eldsvoðar orðið víða vegna skammhlaups í rafkerfum. Í einum eldsvoðanna brunnu 50 hús í Queens hverfinu til grunna í nótt og þar þurftu slökkviliðsmenn aðstoð frá þjóðvarðliðinu til að koma sér á staðinn. Sandy hefur valdið víðtæku rafmagnsleysi þar sem stormurinn herjar. New York er meir og minna í myrkri sökum þess og rýma þurfti eitt af sjúkrahúsum borgarinnar og flytja um 260 sjúklinga annað. Talið er að 6,5 milljónir manna séu nú án rafmagns. Allar almenningssamgöngur liggja niðri í borgunum New York. Boston, Washington, Baltimore og Philadephíu og verulegar truflanir eru á flugsamgöngum. Ljóst er að eignartjón verður gífurlegt og talið að það geti orðið allt að 10 milljarðar dollara, eða yfir 1.200 milljarðar króna.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira