Að hugsa út fyrir kassann 10. ágúst 2012 14:00 Í gegnum allan sinn uppvöxt upplifði Hrafnhildur sig í röngum líkama og bar það leyndarmál ein. Ég fór í bíó í vikunni og sá mynd sem snerti við hjartanu í mér. Myndin var einlæg frásögn ungrar konu, Hrafnhildar, sem vildi fá tækifæri til að vera hún sjálf. Ætli það sé ekki markmið okkar flestra en setja mætti spurningamerki við hversu margir raunverulega ná því. Stúlka þessi var fædd í röngum líkama og fæddist því með karlkyns kynfæri og hormón eftir því. Í gegnum allan sinn uppvöxt upplifði hún sig í röngum líkama og bar það leyndarmál ein. Þessi sálar- og líkamsflækja var henni þungur baggi og er manni gersamlega ómögulegt að setja sig í hennar spor og reyna að skilja hversu erfitt þetta hefur verið. Þó snertir einlæg frásögn hennar við manni og gott ef eitt lítið tár fær ekki að trítla niður kinnina. Hún er nefnilega þannig manneskja að mann langar bara að knúsa hana, kjafta um lífið og tilveruna og hvetja til dáða. Ég upplifi alltof oft að fólk hengi allt sitt trúarlega kerfi á kyn. Þú átt að hegða þér á ákveðinn hátt, hafa ákveðin áhugamál, laðast að gagnstæðu kyni og ekki vera með neitt vesen. Ekki vera frávik, það er svo óþægilegt fyrir kassalagaðan hugsanahátt. Það er stundum líkt og persónuleg breyting, lítil eða stór, storki öðru fólki. Það tekur upplifun annarra persónulega og bregst ókvæða við. Kannski erum við bara hrædd við breytingar og það sem við þekkjum ekki. Þess vegna er þessi mynd mikilvæg. Svo þú getir skilið betur hvað sá sem gengur í gegnum kynleiðréttingu upplifir, svo þú getir séð manneskjuna sem einstakling óháð líffræðilegu kyni. Kyn, kynfæri, staðalímyndir og kynhneigð eiga ekki að vera þættir sem stýra því hvernig okkur þykir einstaklingur vera eða eiga að vera. Við eigum að geta horft lengra og tekið fólki eins og það er, þó það sé ólíkt okkur sjálfum. Ég hvet þig til að fara í bíó með fólki sem þér þykir vænt um, börnum og eldri borgurum, og fagna því að einstaklingur hafi hugrekki og þor til að vera hin besta útgáfa af sjálfri sér. Þó það sé öðruvísi eða óalgengt eða jafnvel sumum þyki það skrýtið. Kannski verður þetta þér hvatning til að gera eitthvað í þínum málum eða styðja þína nánustu til að vera eins og þeir eru. Fögnum fjölbreytileikanum og fólki sem sigrast á erfiðleikum, um það snýst þetta líf! Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira
Ég fór í bíó í vikunni og sá mynd sem snerti við hjartanu í mér. Myndin var einlæg frásögn ungrar konu, Hrafnhildar, sem vildi fá tækifæri til að vera hún sjálf. Ætli það sé ekki markmið okkar flestra en setja mætti spurningamerki við hversu margir raunverulega ná því. Stúlka þessi var fædd í röngum líkama og fæddist því með karlkyns kynfæri og hormón eftir því. Í gegnum allan sinn uppvöxt upplifði hún sig í röngum líkama og bar það leyndarmál ein. Þessi sálar- og líkamsflækja var henni þungur baggi og er manni gersamlega ómögulegt að setja sig í hennar spor og reyna að skilja hversu erfitt þetta hefur verið. Þó snertir einlæg frásögn hennar við manni og gott ef eitt lítið tár fær ekki að trítla niður kinnina. Hún er nefnilega þannig manneskja að mann langar bara að knúsa hana, kjafta um lífið og tilveruna og hvetja til dáða. Ég upplifi alltof oft að fólk hengi allt sitt trúarlega kerfi á kyn. Þú átt að hegða þér á ákveðinn hátt, hafa ákveðin áhugamál, laðast að gagnstæðu kyni og ekki vera með neitt vesen. Ekki vera frávik, það er svo óþægilegt fyrir kassalagaðan hugsanahátt. Það er stundum líkt og persónuleg breyting, lítil eða stór, storki öðru fólki. Það tekur upplifun annarra persónulega og bregst ókvæða við. Kannski erum við bara hrædd við breytingar og það sem við þekkjum ekki. Þess vegna er þessi mynd mikilvæg. Svo þú getir skilið betur hvað sá sem gengur í gegnum kynleiðréttingu upplifir, svo þú getir séð manneskjuna sem einstakling óháð líffræðilegu kyni. Kyn, kynfæri, staðalímyndir og kynhneigð eiga ekki að vera þættir sem stýra því hvernig okkur þykir einstaklingur vera eða eiga að vera. Við eigum að geta horft lengra og tekið fólki eins og það er, þó það sé ólíkt okkur sjálfum. Ég hvet þig til að fara í bíó með fólki sem þér þykir vænt um, börnum og eldri borgurum, og fagna því að einstaklingur hafi hugrekki og þor til að vera hin besta útgáfa af sjálfri sér. Þó það sé öðruvísi eða óalgengt eða jafnvel sumum þyki það skrýtið. Kannski verður þetta þér hvatning til að gera eitthvað í þínum málum eða styðja þína nánustu til að vera eins og þeir eru. Fögnum fjölbreytileikanum og fólki sem sigrast á erfiðleikum, um það snýst þetta líf!
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira