Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 22:03 Sally Rooney skrifaði bækurnar Eins og fólk er flest og Millileikur. Getty Írski metsöluhöfundurinn Sally Rooney getur ekki ferðast til Bretlands vegna ótta við að hún yrði handtekin. Rooney hefur stutt fjárhagslega við bakið á samtökum sem styðja Palestínu en þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bretlandi. Rooney vann til Sky Arts-verðlaunanna fyrir bókina Millileikur (Intermezzo) og var formleg verðlaunaafhending á breskri grundu í dag. Vegna ótta við að vera handtekin tók Alex Bowler, ritstjóri Rooney, við verðlaununum fyrir hennar hönd. „Ég er svo hrærð og þakklát fyrir að hljóta þessi verðlaun,“ sagði Bowler sem las ræðu sem Rooney skrifaði vegna tilefnisins. „Ég vildi að ég gæti verið hér með ykkur í kvöld til að þakka ykkur í eigin persónu en út af stuðningi mínum við friðsamleg mótmæli gegn stríði var mér ráðlagt að ég gæti ekki farið til Bretlands þar sem ég gæti mögulega verið handtekin.“ Í ágúst síðastliðnum tilkynnti Rooney að hún hygðist gefa allan hagnað af sölu bóka sinna til félagsins Palestine Action. Mánuði áður var umrætt félag skilgreint sem hryðjuverkasamtök af breskum yfirvöldum. Yfir sextán hundruð manns hafa verið handtekin í tengslum við félagasamtökin síðan í sumar. Samkvæmt umfjöllun The Guardian gæti Rooney verið handtekin á þeim forsendum að hún sé hryðjuverkamaður vegna þess að hún hafi stutt fjárhagslega við hryðjuverkastarfsemi. Vegna þessa hefur Rooney aflýst öllum viðburðum sem hún ætlaði að taka þátt í í Bretlandi. „Á meðan Sameinuðu þjóðirnar segja að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð gegn palestínsku þjóðinni, gæti starf Palestine Action ekki verið hugrakkara og mikilvægara. Það minnsta sem ég get gert er að gera það skýrt að ég styð þau og mun halda því áfram, sama hverjar afleiðingarnar eru,“ segir hún. Intermezzo er fjórða bók Rooney en hún hefur einnig skrifað bækurnar Eins og fólk er flest (Normal People) og Okkar á milli (Conversations with friends). Bækurnar hennar hafa selst í milljónatali út um allan heim. Bretland Bókmenntir Írland Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Rooney vann til Sky Arts-verðlaunanna fyrir bókina Millileikur (Intermezzo) og var formleg verðlaunaafhending á breskri grundu í dag. Vegna ótta við að vera handtekin tók Alex Bowler, ritstjóri Rooney, við verðlaununum fyrir hennar hönd. „Ég er svo hrærð og þakklát fyrir að hljóta þessi verðlaun,“ sagði Bowler sem las ræðu sem Rooney skrifaði vegna tilefnisins. „Ég vildi að ég gæti verið hér með ykkur í kvöld til að þakka ykkur í eigin persónu en út af stuðningi mínum við friðsamleg mótmæli gegn stríði var mér ráðlagt að ég gæti ekki farið til Bretlands þar sem ég gæti mögulega verið handtekin.“ Í ágúst síðastliðnum tilkynnti Rooney að hún hygðist gefa allan hagnað af sölu bóka sinna til félagsins Palestine Action. Mánuði áður var umrætt félag skilgreint sem hryðjuverkasamtök af breskum yfirvöldum. Yfir sextán hundruð manns hafa verið handtekin í tengslum við félagasamtökin síðan í sumar. Samkvæmt umfjöllun The Guardian gæti Rooney verið handtekin á þeim forsendum að hún sé hryðjuverkamaður vegna þess að hún hafi stutt fjárhagslega við hryðjuverkastarfsemi. Vegna þessa hefur Rooney aflýst öllum viðburðum sem hún ætlaði að taka þátt í í Bretlandi. „Á meðan Sameinuðu þjóðirnar segja að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð gegn palestínsku þjóðinni, gæti starf Palestine Action ekki verið hugrakkara og mikilvægara. Það minnsta sem ég get gert er að gera það skýrt að ég styð þau og mun halda því áfram, sama hverjar afleiðingarnar eru,“ segir hún. Intermezzo er fjórða bók Rooney en hún hefur einnig skrifað bækurnar Eins og fólk er flest (Normal People) og Okkar á milli (Conversations with friends). Bækurnar hennar hafa selst í milljónatali út um allan heim.
Bretland Bókmenntir Írland Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira