Að hugsa út fyrir kassann 10. ágúst 2012 14:00 Í gegnum allan sinn uppvöxt upplifði Hrafnhildur sig í röngum líkama og bar það leyndarmál ein. Ég fór í bíó í vikunni og sá mynd sem snerti við hjartanu í mér. Myndin var einlæg frásögn ungrar konu, Hrafnhildar, sem vildi fá tækifæri til að vera hún sjálf. Ætli það sé ekki markmið okkar flestra en setja mætti spurningamerki við hversu margir raunverulega ná því. Stúlka þessi var fædd í röngum líkama og fæddist því með karlkyns kynfæri og hormón eftir því. Í gegnum allan sinn uppvöxt upplifði hún sig í röngum líkama og bar það leyndarmál ein. Þessi sálar- og líkamsflækja var henni þungur baggi og er manni gersamlega ómögulegt að setja sig í hennar spor og reyna að skilja hversu erfitt þetta hefur verið. Þó snertir einlæg frásögn hennar við manni og gott ef eitt lítið tár fær ekki að trítla niður kinnina. Hún er nefnilega þannig manneskja að mann langar bara að knúsa hana, kjafta um lífið og tilveruna og hvetja til dáða. Ég upplifi alltof oft að fólk hengi allt sitt trúarlega kerfi á kyn. Þú átt að hegða þér á ákveðinn hátt, hafa ákveðin áhugamál, laðast að gagnstæðu kyni og ekki vera með neitt vesen. Ekki vera frávik, það er svo óþægilegt fyrir kassalagaðan hugsanahátt. Það er stundum líkt og persónuleg breyting, lítil eða stór, storki öðru fólki. Það tekur upplifun annarra persónulega og bregst ókvæða við. Kannski erum við bara hrædd við breytingar og það sem við þekkjum ekki. Þess vegna er þessi mynd mikilvæg. Svo þú getir skilið betur hvað sá sem gengur í gegnum kynleiðréttingu upplifir, svo þú getir séð manneskjuna sem einstakling óháð líffræðilegu kyni. Kyn, kynfæri, staðalímyndir og kynhneigð eiga ekki að vera þættir sem stýra því hvernig okkur þykir einstaklingur vera eða eiga að vera. Við eigum að geta horft lengra og tekið fólki eins og það er, þó það sé ólíkt okkur sjálfum. Ég hvet þig til að fara í bíó með fólki sem þér þykir vænt um, börnum og eldri borgurum, og fagna því að einstaklingur hafi hugrekki og þor til að vera hin besta útgáfa af sjálfri sér. Þó það sé öðruvísi eða óalgengt eða jafnvel sumum þyki það skrýtið. Kannski verður þetta þér hvatning til að gera eitthvað í þínum málum eða styðja þína nánustu til að vera eins og þeir eru. Fögnum fjölbreytileikanum og fólki sem sigrast á erfiðleikum, um það snýst þetta líf! Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Sjá meira
Ég fór í bíó í vikunni og sá mynd sem snerti við hjartanu í mér. Myndin var einlæg frásögn ungrar konu, Hrafnhildar, sem vildi fá tækifæri til að vera hún sjálf. Ætli það sé ekki markmið okkar flestra en setja mætti spurningamerki við hversu margir raunverulega ná því. Stúlka þessi var fædd í röngum líkama og fæddist því með karlkyns kynfæri og hormón eftir því. Í gegnum allan sinn uppvöxt upplifði hún sig í röngum líkama og bar það leyndarmál ein. Þessi sálar- og líkamsflækja var henni þungur baggi og er manni gersamlega ómögulegt að setja sig í hennar spor og reyna að skilja hversu erfitt þetta hefur verið. Þó snertir einlæg frásögn hennar við manni og gott ef eitt lítið tár fær ekki að trítla niður kinnina. Hún er nefnilega þannig manneskja að mann langar bara að knúsa hana, kjafta um lífið og tilveruna og hvetja til dáða. Ég upplifi alltof oft að fólk hengi allt sitt trúarlega kerfi á kyn. Þú átt að hegða þér á ákveðinn hátt, hafa ákveðin áhugamál, laðast að gagnstæðu kyni og ekki vera með neitt vesen. Ekki vera frávik, það er svo óþægilegt fyrir kassalagaðan hugsanahátt. Það er stundum líkt og persónuleg breyting, lítil eða stór, storki öðru fólki. Það tekur upplifun annarra persónulega og bregst ókvæða við. Kannski erum við bara hrædd við breytingar og það sem við þekkjum ekki. Þess vegna er þessi mynd mikilvæg. Svo þú getir skilið betur hvað sá sem gengur í gegnum kynleiðréttingu upplifir, svo þú getir séð manneskjuna sem einstakling óháð líffræðilegu kyni. Kyn, kynfæri, staðalímyndir og kynhneigð eiga ekki að vera þættir sem stýra því hvernig okkur þykir einstaklingur vera eða eiga að vera. Við eigum að geta horft lengra og tekið fólki eins og það er, þó það sé ólíkt okkur sjálfum. Ég hvet þig til að fara í bíó með fólki sem þér þykir vænt um, börnum og eldri borgurum, og fagna því að einstaklingur hafi hugrekki og þor til að vera hin besta útgáfa af sjálfri sér. Þó það sé öðruvísi eða óalgengt eða jafnvel sumum þyki það skrýtið. Kannski verður þetta þér hvatning til að gera eitthvað í þínum málum eða styðja þína nánustu til að vera eins og þeir eru. Fögnum fjölbreytileikanum og fólki sem sigrast á erfiðleikum, um það snýst þetta líf!
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning