Skyndihjálparmaður Íslands bjargaði dóttur sinni 11. febrúar 2012 15:02 Frá verðlaunaafhendingunni. Rauði kross Íslands hefur valið Gísla Örn Gíslason sem skyndihjálparmann ársins 2011 fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu þegar dóttir hans fór í hjartastopp á heimili þeirra þann 29. janúar 2011. Gísli tók við viðurkenningu Rauða krossins í göngugötunni í verslunarmiðstöðinni Smáralind kl. 14:00 í dag á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn. Gísli bjargaði lífi dóttur sinnar, Sigurbjargar Jóhönnu Gísladóttur, með hjartahnoði eftir að hún fór í hjartastopp í miðjum samræðum þeirra á milli á laugardagskvöldi. Feðginin höfðu bæði ætlað að vera að heiman þegar þetta gerðist en röð tilviljana olli því að Sigurbjörg var í tölvunni uppi í rúmi í svefnherbergi sínu þetta kvöld og Gísli kom inn í herbergið hennar til að spyrja eitthvað út í heyrnartól sem hún hafði gefið honum í jólagjöf. Þegar hjarta Sigurbjargar hætti að slá seig höfuð hennar niður og hélt Gísli fyrst að hún væri að grínast en áttaði sig fljótt að ekki var allt með felldu og að hjarta hennar hafði stöðvast. Gísli kallaði á eiginkonu sína að hringja í sjúkrabíl, tók dóttur sína niður á gólf og hóf strax endurlífgun. Gísli starfar í álverinu í Straumsvík og hefur farið þar reglulega á skyndihjálparnámskeið. Kom kunnátta hans þaðan sér vel á þessari örlagastundu. Piparkökusöngurinn „Þegar piparkökur bakast" kom strax upp í huga hans en á námskeiðinu hafði verið kennt að það væri góð leið til þess að halda réttum takti við hjartahnoð. Samkvæmt leiðbeiningum frá neyðarverði hjá Neyðarlínunni opnaði bróðir Sigurbjargar öndunarveg hennar og aðstoðaði Gísla við endurlífgun. Sjúkraflutningamenn og lögreglumenn komu á staðinn 7-8 mínútum eftir hringt var í 112. Þeir gáfu Sigurbjörgu stuð sem kom hjarta hennar aftur af stað og var hún í kjölfarið flutt á sjúkrahús. Þetta er í ellefta sinn sem Rauði krossinn velur Skyndihjálparmann ársins. Viðurkenninguna hlýtur sá einstaklingur sem hefur á árinu veitt skyndihjálp á eftirtektarverðan hátt. Sérstök dómnefnd sker úr um hver hlýtur viðurkenninguna ár hvert en hana skipa fulltrúar frá Rauða krossi Íslands, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, Neyðarlínunni, Landsspítala háskólasjúkrahúsi, lögreglunni, og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Tilgangur tilnefningarinnar er ekki síst að hvetja aðra til að læra skyndihjálp og vera þar af leiðandi hæfari til að veita aðstoð á vettvangi slysa og áfalla. Í flestum tilfellum þegar beiting skyndihjálpar hefur bjargað lífi fólks gerist það við aðstæður sem eru hluti af daglegu lífi. Oftar en ekki er það einhver nákominn sem þarf á aðstoð að halda. Fimm aðrir einstaklingar hljóta einnig viðurkenningar hjá deildum Rauða krossins fyrir að hafa beitt skyndihjálp og bjargað lífi á eftirtektarverðan hátt. Þeir eru Íris Grönfeldt, kennari, og dóttir hennar Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, en Íris endurlífgaði móður sína með aðstoð Önnu Þórhildar eftir að hún lenti í blóðþrýstingsfalli og fór í hjartastopp á heimili sínu í Borgarnesi; Theodór Fannar Eiríksson, sem slökkti eld í móður sinni með teppi og vatni eftir sprengingu í etanólarni á heimili þeirra; Vilhjálmur Vernharðsson, björgunarsveitarmaður og bóndi á Möðrudal á Fjöllum, sem endurlífgaði tékkneska ferðakonu sem fór í hjartastopp á tjaldstæðinu við bæinn; og Þorgrímur Ómar Tavsen, stýrimaður, sem endurlífgaði skipsfélaga sinn eftir að hann fór í hjartastopp úti á sjó. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Rauði kross Íslands hefur valið Gísla Örn Gíslason sem skyndihjálparmann ársins 2011 fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu þegar dóttir hans fór í hjartastopp á heimili þeirra þann 29. janúar 2011. Gísli tók við viðurkenningu Rauða krossins í göngugötunni í verslunarmiðstöðinni Smáralind kl. 14:00 í dag á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn. Gísli bjargaði lífi dóttur sinnar, Sigurbjargar Jóhönnu Gísladóttur, með hjartahnoði eftir að hún fór í hjartastopp í miðjum samræðum þeirra á milli á laugardagskvöldi. Feðginin höfðu bæði ætlað að vera að heiman þegar þetta gerðist en röð tilviljana olli því að Sigurbjörg var í tölvunni uppi í rúmi í svefnherbergi sínu þetta kvöld og Gísli kom inn í herbergið hennar til að spyrja eitthvað út í heyrnartól sem hún hafði gefið honum í jólagjöf. Þegar hjarta Sigurbjargar hætti að slá seig höfuð hennar niður og hélt Gísli fyrst að hún væri að grínast en áttaði sig fljótt að ekki var allt með felldu og að hjarta hennar hafði stöðvast. Gísli kallaði á eiginkonu sína að hringja í sjúkrabíl, tók dóttur sína niður á gólf og hóf strax endurlífgun. Gísli starfar í álverinu í Straumsvík og hefur farið þar reglulega á skyndihjálparnámskeið. Kom kunnátta hans þaðan sér vel á þessari örlagastundu. Piparkökusöngurinn „Þegar piparkökur bakast" kom strax upp í huga hans en á námskeiðinu hafði verið kennt að það væri góð leið til þess að halda réttum takti við hjartahnoð. Samkvæmt leiðbeiningum frá neyðarverði hjá Neyðarlínunni opnaði bróðir Sigurbjargar öndunarveg hennar og aðstoðaði Gísla við endurlífgun. Sjúkraflutningamenn og lögreglumenn komu á staðinn 7-8 mínútum eftir hringt var í 112. Þeir gáfu Sigurbjörgu stuð sem kom hjarta hennar aftur af stað og var hún í kjölfarið flutt á sjúkrahús. Þetta er í ellefta sinn sem Rauði krossinn velur Skyndihjálparmann ársins. Viðurkenninguna hlýtur sá einstaklingur sem hefur á árinu veitt skyndihjálp á eftirtektarverðan hátt. Sérstök dómnefnd sker úr um hver hlýtur viðurkenninguna ár hvert en hana skipa fulltrúar frá Rauða krossi Íslands, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, Neyðarlínunni, Landsspítala háskólasjúkrahúsi, lögreglunni, og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Tilgangur tilnefningarinnar er ekki síst að hvetja aðra til að læra skyndihjálp og vera þar af leiðandi hæfari til að veita aðstoð á vettvangi slysa og áfalla. Í flestum tilfellum þegar beiting skyndihjálpar hefur bjargað lífi fólks gerist það við aðstæður sem eru hluti af daglegu lífi. Oftar en ekki er það einhver nákominn sem þarf á aðstoð að halda. Fimm aðrir einstaklingar hljóta einnig viðurkenningar hjá deildum Rauða krossins fyrir að hafa beitt skyndihjálp og bjargað lífi á eftirtektarverðan hátt. Þeir eru Íris Grönfeldt, kennari, og dóttir hennar Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, en Íris endurlífgaði móður sína með aðstoð Önnu Þórhildar eftir að hún lenti í blóðþrýstingsfalli og fór í hjartastopp á heimili sínu í Borgarnesi; Theodór Fannar Eiríksson, sem slökkti eld í móður sinni með teppi og vatni eftir sprengingu í etanólarni á heimili þeirra; Vilhjálmur Vernharðsson, björgunarsveitarmaður og bóndi á Möðrudal á Fjöllum, sem endurlífgaði tékkneska ferðakonu sem fór í hjartastopp á tjaldstæðinu við bæinn; og Þorgrímur Ómar Tavsen, stýrimaður, sem endurlífgaði skipsfélaga sinn eftir að hann fór í hjartastopp úti á sjó.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira