Folf er allt öðruvísi en golf 8. júní 2012 10:00 Haukur Arnar segir mikla sprengingu hafa orðið innan íþróttarinnar þegar folfvöllurinn á Klambratúni opnaði síðasta sumar. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er íþrótt sem allir geta stundað. Bæði er vinsælt að fólk komi með börnin sín og leiki sér að kasta og svo geta hörðustu keppnismenn sökkt sér í pælingar um kasttækni og diska,“ segir Haukur Arnar Árnason, einn helsti frisbígolfspilari landsins. Folfíþróttin hefur slegið í gegn á Íslandi að undanförnu, en hún snýst um að koma frisbídisk í þar til gerða körfu í sem fæstum köstum. „Þetta er byggt upp svipað og golf en tæknin er allt önnur og ekkert samhengi er á milli þess að vera góður í folfi og að vera góður í golfi,“ segir Haukur. Fyrsti folfvöllurinn kom á Úlfljótsvatni árið 2000 og 2003 opnaði völlur í Gufunesi í Grafarvogi. Þá varð til um 30 manna kjarni sem fór að stunda íþróttina reglulega en það var loks síðasta sumar sem almenningur tók við sér. „Við fengum völlinn á Klambratúni í júlí 2011 og það er varla hægt að lýsa sprengingunni sem varð í kjölfarið,“ segir Haukur sem telur að nú sé hægt að telja iðkendur íþróttarinnar í hundruðum. Haukur hefur séð um innflutning á diskum og körfum fyrir folf og segir hann þetta vera ódýrt sport. „Það hlýst aldrei neitt stórkostlegt fjárhagslegt tjón af því að týna diski en það getur verið mikið sálrænt tjón þar sem allir diskar eiga sér sögu,“ segir hann og hlær. Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að íþróttin sé tískubóla sem muni springa. „Folf er það sport sem hefur verið í hvað örustum vexti í heiminum síðastliðin 10-15 ár samfleytt og hvar sem það nær fótfestu er það komið til að vera,“ segir hann. Íslenska frisbígolfsambandið stendur fyrir hittingum á Klambratúni alla mánudaga og í Gufunesi á miðvikudögum. „Þangað er öllum velkomið að mæta og við getum lánað fólki diska og kennt þeim leikinn,“ segir Haukur sem mætir líka á Klambratún alla þriðjudaga klukkan 17 og býður áhugasömum upp á kennslu. Sérstakar kvennaæfingar eru svo nýfarnar af stað á Klambratúni á miðvikudögum klukkan 18 en allt er þetta fólki að kostnaðarlausu. Félagið stendur fyrir ýmsum mótum hérlendis auk þess sem meðlimir hafa tekið þátt í mótum erlendis. Nýlega tók Haukur þátt í Opna breska meistaramótinu í folfi þar sem hann lenti í 4.-5. sæti af 50 þátttakendum. „Það var verið að halda það mót 34. árið í röð, svo það sýnir manni að þetta sport er ekkert nýtt af nálinni,“ segir hann. Hægt er að kynna sér íþróttina nánar á www.folf.is. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
„Þetta er íþrótt sem allir geta stundað. Bæði er vinsælt að fólk komi með börnin sín og leiki sér að kasta og svo geta hörðustu keppnismenn sökkt sér í pælingar um kasttækni og diska,“ segir Haukur Arnar Árnason, einn helsti frisbígolfspilari landsins. Folfíþróttin hefur slegið í gegn á Íslandi að undanförnu, en hún snýst um að koma frisbídisk í þar til gerða körfu í sem fæstum köstum. „Þetta er byggt upp svipað og golf en tæknin er allt önnur og ekkert samhengi er á milli þess að vera góður í folfi og að vera góður í golfi,“ segir Haukur. Fyrsti folfvöllurinn kom á Úlfljótsvatni árið 2000 og 2003 opnaði völlur í Gufunesi í Grafarvogi. Þá varð til um 30 manna kjarni sem fór að stunda íþróttina reglulega en það var loks síðasta sumar sem almenningur tók við sér. „Við fengum völlinn á Klambratúni í júlí 2011 og það er varla hægt að lýsa sprengingunni sem varð í kjölfarið,“ segir Haukur sem telur að nú sé hægt að telja iðkendur íþróttarinnar í hundruðum. Haukur hefur séð um innflutning á diskum og körfum fyrir folf og segir hann þetta vera ódýrt sport. „Það hlýst aldrei neitt stórkostlegt fjárhagslegt tjón af því að týna diski en það getur verið mikið sálrænt tjón þar sem allir diskar eiga sér sögu,“ segir hann og hlær. Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að íþróttin sé tískubóla sem muni springa. „Folf er það sport sem hefur verið í hvað örustum vexti í heiminum síðastliðin 10-15 ár samfleytt og hvar sem það nær fótfestu er það komið til að vera,“ segir hann. Íslenska frisbígolfsambandið stendur fyrir hittingum á Klambratúni alla mánudaga og í Gufunesi á miðvikudögum. „Þangað er öllum velkomið að mæta og við getum lánað fólki diska og kennt þeim leikinn,“ segir Haukur sem mætir líka á Klambratún alla þriðjudaga klukkan 17 og býður áhugasömum upp á kennslu. Sérstakar kvennaæfingar eru svo nýfarnar af stað á Klambratúni á miðvikudögum klukkan 18 en allt er þetta fólki að kostnaðarlausu. Félagið stendur fyrir ýmsum mótum hérlendis auk þess sem meðlimir hafa tekið þátt í mótum erlendis. Nýlega tók Haukur þátt í Opna breska meistaramótinu í folfi þar sem hann lenti í 4.-5. sæti af 50 þátttakendum. „Það var verið að halda það mót 34. árið í röð, svo það sýnir manni að þetta sport er ekkert nýtt af nálinni,“ segir hann. Hægt er að kynna sér íþróttina nánar á www.folf.is. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp