Innlent

Hundrað fá sumarvinnu

Álíka margir voru ráðnir til álvers Alcoa-Fjarðaáls í sumar og síðustu ár. Fréttablaðið/Pjetur
Álíka margir voru ráðnir til álvers Alcoa-Fjarðaáls í sumar og síðustu ár. Fréttablaðið/Pjetur
Liðlega 450 manns sóttu um sumarstörf hjá Alcoa Fjarðaáli og hafa rúmlega eitt hundrað verið ráðnir úr þeim hópi, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Fjöldinn er sagður svipaður og undanfarin ár.

Haft er eftir Guðnýju Björgu Hauksdóttur, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Fjarðaáli, að um 40 prósent þeirra sem ráðin voru hafi áður starfað í sumarafleysingum hjá fyrirtækinu. Um 60 prósent umsækjenda séu að austan eða eigi þar nákomna ættingja. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×