"Ef ég hefði vaknað klukkutíma seinna hefði ég dáið" Hugrún Halldórsdóttir skrifar 3. maí 2012 18:30 Þriggja ára gömul stúlka og fjórir fullorðnir voru í lífshættu þegar eldur kom upp í ósamþykktu íbúðarhúsnæði í eigu Dróma í Kópavogi í nótt. Íbúi segir engar brunavarnir vera í húsinu og að það hafi verið lán að ekki fór verr. Eldurinn kviknaði í ísskáp í sameiginlegu eldhúsi á neðri hæð hússins um hálf þrjúleytið í nótt. Fimm sváfu á efri hæðinni. Móðir og þriggja ára stúlka í einu herbergi, tveir í öðru og einn frammi á gangi en það var hann sem vaknaði við reykinn og gerði öðrum viðvart. Einn reykskynjari er í húsinu en hann er óvirkur. „Það eru engir reykskynjarar. Það var eins gott að ég vaknaði fljótt. Þegar ég vaknaði var þetta hræðilegt," segir Kamil Lewicki, íbúi við Vesturgötu 27.Þú varst heppinn að þú skyldir taka eftir reyknum. „Já. Ég var mjög heppinn. Vinir mínir vöknuðu seint. Ef ég hefði vaknað klukkutíma seinna hefði ég dáið." Litla stúlkan og þrír aðrir voru fluttir slysadeild með vott af reykeitrun en fólkið hefur nú náð sér. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ er Vesturvör 27 Iðnaðar og skrifstofuhúsnæði og því ekki leyfilegt að nýta það til búsetu. Það hefur samt sem áður verið gert til margra ára.Vissir þú að þetta væri iðnaðarhúsnæði? „Nei."Hafðirðu ekki hugmynd um það? „Nei" Það er Drómi sem er eigandi hússins sem og þess sem við hliðina á en fyrirtækið tók við þeim um miðjan febrúarmánuð af eiganda sem hafði áður gert samning við aðila sem leigði íbúðirnar út. Forsvarsmenn Dróma segjast hafa frétt af leigjendunum fyrir skömmu og átt fund með leigusalanum á mánudag að viðstöddum lögfræðingi. Þeir segjast jafnframt lítið geta aðhafst í stöðunni en samningurinn sem leigusalinn gerði við fyrrum eiganda rennur út í ágústmánuði. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu gerði alvarlegar athugasemdir við brunavarnir í báðum húsunum fyrir þremur árum og bað eigandann um að hætta að leigja út íbúðir. Kópavogsbær hefur haft vitneskju um þetta í nokkur ár en ekkert hefur breyst. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þriggja ára gömul stúlka og fjórir fullorðnir voru í lífshættu þegar eldur kom upp í ósamþykktu íbúðarhúsnæði í eigu Dróma í Kópavogi í nótt. Íbúi segir engar brunavarnir vera í húsinu og að það hafi verið lán að ekki fór verr. Eldurinn kviknaði í ísskáp í sameiginlegu eldhúsi á neðri hæð hússins um hálf þrjúleytið í nótt. Fimm sváfu á efri hæðinni. Móðir og þriggja ára stúlka í einu herbergi, tveir í öðru og einn frammi á gangi en það var hann sem vaknaði við reykinn og gerði öðrum viðvart. Einn reykskynjari er í húsinu en hann er óvirkur. „Það eru engir reykskynjarar. Það var eins gott að ég vaknaði fljótt. Þegar ég vaknaði var þetta hræðilegt," segir Kamil Lewicki, íbúi við Vesturgötu 27.Þú varst heppinn að þú skyldir taka eftir reyknum. „Já. Ég var mjög heppinn. Vinir mínir vöknuðu seint. Ef ég hefði vaknað klukkutíma seinna hefði ég dáið." Litla stúlkan og þrír aðrir voru fluttir slysadeild með vott af reykeitrun en fólkið hefur nú náð sér. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ er Vesturvör 27 Iðnaðar og skrifstofuhúsnæði og því ekki leyfilegt að nýta það til búsetu. Það hefur samt sem áður verið gert til margra ára.Vissir þú að þetta væri iðnaðarhúsnæði? „Nei."Hafðirðu ekki hugmynd um það? „Nei" Það er Drómi sem er eigandi hússins sem og þess sem við hliðina á en fyrirtækið tók við þeim um miðjan febrúarmánuð af eiganda sem hafði áður gert samning við aðila sem leigði íbúðirnar út. Forsvarsmenn Dróma segjast hafa frétt af leigjendunum fyrir skömmu og átt fund með leigusalanum á mánudag að viðstöddum lögfræðingi. Þeir segjast jafnframt lítið geta aðhafst í stöðunni en samningurinn sem leigusalinn gerði við fyrrum eiganda rennur út í ágústmánuði. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu gerði alvarlegar athugasemdir við brunavarnir í báðum húsunum fyrir þremur árum og bað eigandann um að hætta að leigja út íbúðir. Kópavogsbær hefur haft vitneskju um þetta í nokkur ár en ekkert hefur breyst.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira