Innlent

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á laugardaginn

Innanríkisráðuneytið hefur sent sýslumönnum og utanríkisráðuneytinu kjörgögn svo atkvæðagreiðsla utan kjörfundar geti hafist hér á landi og erlendis vegna kjörs forseta Íslands.

Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis skal atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefjast sem fyrst eftir að kjördagur hefur verið auglýstur, þó ekki fyrr en átta vikum fyrir kjördag, sem er laugardagurinn 5. maí 2012.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hér landi fer fram hjá kjörstjórum hjá sýslumönnum, sjúkrahúsum, fangelsum, dvalar- og vistheimilum.

Þá getur atkvæðagreiðsla einnig farið fram í heimahúsi kjósanda sem ekki getur sótt kjörfund vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar.

Atkvæðagreiðsla erlendis fer í skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnun. Kjósendur sem eru um borð í skipum geta síðan leitað til skipstjóra vegna atkvæðagreiðslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×