Uppgötvaður af L.A. Reid og kominn á samning hjá Sony ÁP skrifar 11. október 2012 00:00 Jón Ragnar Jónsson landaði plötusamningi við Sony með því að halda einkatónleika fyrir tónlistarmógúlinn L.A Reid á skrifstofu hans í New York. Fréttablaðið/pjetur Tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson hefur landað plötusamningi við Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid. „Það hlaut að vera að það kæmi að því að þið þefuðuð þetta uppi,“ sagði Jón þegar Fréttablaðið hafði samband, en staðfesti um leið fregnirnar. Jón Ragnar hefur skrifað undir plötusamning við Epic Records sem heyrir undir Sony-samsteypuna. L.A. Reid er stjórnarformaður útgáfunnar. Jón er að vonum lukkulegur með samninginn og segir söguna sem fylgir aðdraganda hans nánast of góða til að vera sönn. „Fyrir ári síðan spiluðum við vinur minn, píanóleikarinn Kristján Sturla Bjarnason, nokkur lög fyrir Bryant Reid, bróður L.A. Reid. Góður félagi minn úr háskólanum í Boston kom mér í samband við hann. Eftir þann flutning biðum við bara í rólegheitum eftir að eitthvað kæmi út úr þessu,“ segir Jón. Það var svo um verslunarmannahelgina sem boltinn fór að rúlla. Þá var Jón staddur í sumarbústað með fjölskyldunni og fékk tölvupóst frá Bryant þar sem hann tilkynnti Jóni að L.A. vildi hitta hann. „Þá hugsaði ég bara „vá, hvað þetta er grillað“,“ segir Jón, sem var kominn út til New York viku síðar ásamt Kristjáni Sturlu, á fyrsta farrými í boði Sony. „Þetta var eins og í bíómynd. Bílstjóri sótti okkur út á flugvöll í bíl með skyggðum rúðum, en ég afþakkaði hótelgistingu því ég vildi frekar gista hjá stóru systur minni sem er búsett í New York.“ Jón og Kristján höfðu undirbúið fimm lög til að flytja fyrir L.A. Reid, en tónleikarnir fóru fram á skrifstofu tónlistarmógúlsins í 30 hæð í Sony-byggingunni á Madison Avenue á Manhattan. „Ég hafði verið mjög stressaður vikuna fyrir þennan fund, svaf lítið og hugsaði mikið um hvaða lög ég ætti að taka. Svo þegar kom að þessu var ég furðu rólegur. Um tíu manns voru viðstaddir og L.A. Reid lék á alls oddi. Hann bað Kristján meðal annars um að spila Bítlana á flygilinn,“ segir Jón, sem náði einungis að leika lög sín When You‘re Around og Kiss in the Morning áður en útgáfustjórinn frægi stoppaði hann af. „Þá fórum við bara í annað herbergi á meðan þau réðu ráðum sínum inni á skrifstofunni. Bryant var á báðum áttum hvort það boðaði gott eða ekki að L.A. skyldi stöðva okkur eftir einungis tvö lög. Svo komu allir út og þökkuðu mér fyrir flutninginn, en síðastur kom L.A. Reid og sagði orðrétt „I want to carry you on my shoulders for the world to see.“ Jón hefur skrifað undir samning sem hljóðar upp á nokkrar plötur, en framhaldið skýrist á næstunni. Jón er með mörg járn í eldinum þar sem hann ritstýrir Monitor og spilar knattspyrnu með Íslandsmeisturum FH á milli þess sem hann hefur verið duglegur við að troða upp með gítarinn. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að fórna einhverju svo að þetta gangi upp, hvort sem ég þarf að flytja út eða ekki. Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tækifæri sem ég verð að stökkva á og prófa. Lukkudísirnar voru svo sannarlega hliðhollar mér í þetta sinn.“ Tengdar fréttir Uppgötvaði Rihönnu og Justin Bieber L.A. Reid er stórt nafn í tónlistarbransanum vestanhafs sem útgáfustjóri og lagahöfundur. Ekki er nema ár síðan hann tók við stjórn hjá Epic Records en áður stjórnaði hann plötuútgáfunum LaFace Records og The Island Def Jam Music Group. 11. október 2012 00:01 Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Fleiri fréttir Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson hefur landað plötusamningi við Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid. „Það hlaut að vera að það kæmi að því að þið þefuðuð þetta uppi,“ sagði Jón þegar Fréttablaðið hafði samband, en staðfesti um leið fregnirnar. Jón Ragnar hefur skrifað undir plötusamning við Epic Records sem heyrir undir Sony-samsteypuna. L.A. Reid er stjórnarformaður útgáfunnar. Jón er að vonum lukkulegur með samninginn og segir söguna sem fylgir aðdraganda hans nánast of góða til að vera sönn. „Fyrir ári síðan spiluðum við vinur minn, píanóleikarinn Kristján Sturla Bjarnason, nokkur lög fyrir Bryant Reid, bróður L.A. Reid. Góður félagi minn úr háskólanum í Boston kom mér í samband við hann. Eftir þann flutning biðum við bara í rólegheitum eftir að eitthvað kæmi út úr þessu,“ segir Jón. Það var svo um verslunarmannahelgina sem boltinn fór að rúlla. Þá var Jón staddur í sumarbústað með fjölskyldunni og fékk tölvupóst frá Bryant þar sem hann tilkynnti Jóni að L.A. vildi hitta hann. „Þá hugsaði ég bara „vá, hvað þetta er grillað“,“ segir Jón, sem var kominn út til New York viku síðar ásamt Kristjáni Sturlu, á fyrsta farrými í boði Sony. „Þetta var eins og í bíómynd. Bílstjóri sótti okkur út á flugvöll í bíl með skyggðum rúðum, en ég afþakkaði hótelgistingu því ég vildi frekar gista hjá stóru systur minni sem er búsett í New York.“ Jón og Kristján höfðu undirbúið fimm lög til að flytja fyrir L.A. Reid, en tónleikarnir fóru fram á skrifstofu tónlistarmógúlsins í 30 hæð í Sony-byggingunni á Madison Avenue á Manhattan. „Ég hafði verið mjög stressaður vikuna fyrir þennan fund, svaf lítið og hugsaði mikið um hvaða lög ég ætti að taka. Svo þegar kom að þessu var ég furðu rólegur. Um tíu manns voru viðstaddir og L.A. Reid lék á alls oddi. Hann bað Kristján meðal annars um að spila Bítlana á flygilinn,“ segir Jón, sem náði einungis að leika lög sín When You‘re Around og Kiss in the Morning áður en útgáfustjórinn frægi stoppaði hann af. „Þá fórum við bara í annað herbergi á meðan þau réðu ráðum sínum inni á skrifstofunni. Bryant var á báðum áttum hvort það boðaði gott eða ekki að L.A. skyldi stöðva okkur eftir einungis tvö lög. Svo komu allir út og þökkuðu mér fyrir flutninginn, en síðastur kom L.A. Reid og sagði orðrétt „I want to carry you on my shoulders for the world to see.“ Jón hefur skrifað undir samning sem hljóðar upp á nokkrar plötur, en framhaldið skýrist á næstunni. Jón er með mörg járn í eldinum þar sem hann ritstýrir Monitor og spilar knattspyrnu með Íslandsmeisturum FH á milli þess sem hann hefur verið duglegur við að troða upp með gítarinn. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að fórna einhverju svo að þetta gangi upp, hvort sem ég þarf að flytja út eða ekki. Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tækifæri sem ég verð að stökkva á og prófa. Lukkudísirnar voru svo sannarlega hliðhollar mér í þetta sinn.“
Tengdar fréttir Uppgötvaði Rihönnu og Justin Bieber L.A. Reid er stórt nafn í tónlistarbransanum vestanhafs sem útgáfustjóri og lagahöfundur. Ekki er nema ár síðan hann tók við stjórn hjá Epic Records en áður stjórnaði hann plötuútgáfunum LaFace Records og The Island Def Jam Music Group. 11. október 2012 00:01 Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Fleiri fréttir Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Sjá meira
Uppgötvaði Rihönnu og Justin Bieber L.A. Reid er stórt nafn í tónlistarbransanum vestanhafs sem útgáfustjóri og lagahöfundur. Ekki er nema ár síðan hann tók við stjórn hjá Epic Records en áður stjórnaði hann plötuútgáfunum LaFace Records og The Island Def Jam Music Group. 11. október 2012 00:01