Enski boltinn

Arsenal og Spurs hafa áhuga á Given

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Given er farinn að þekkja bekkinn vel.
Given er farinn að þekkja bekkinn vel.
Markvörðurinn Shay Given reyndi í allan vetur að komast frá Man. City en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann ætlar þó að komast frá félaginu í sumar.

Ekki hefur vantað áhuga annarra liða á markverðinum enda er hann með mikla reynslu í efstu deild þar sem hann stóð sig ávallt vel.

Þó svo hann sé orðinn 35 ára er fastlega búist við því að lið eins og Arsenal og Tottenham muni reyna að klófesta kappann í sumar en bæði lið eru í markvarðaleit.

"Ég verð að fá að spila. Þó svo Man. City sé í Meistaradeildinni er það líklega ekki nóg til þess að halda mér," sagði Given.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×